Enski boltinn

Rafael van der Vaart: Tottenham er að spila hollenskan fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael van der Vaart.
Rafael van der Vaart. Mynd/AP
Rafael van der Vaart átti draumaendurkomu í Tottenham-liðið þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Aston Villa um helgina. Hollendingurinn hefur þar með skorað 10 mörk í 15 leikjum með Spurs á sínu fyrsta tímabili á White Hart Lane.

„Við erum með frábæran hóp og ég held að þetta verði mjög skemmtilegt tímabil," sagði Rafael van der Vaart í viðtali við Guardian. Hann var þarna að leika sinn fyrsta leik í næstum því mánuð eftir að hafa meiðst aftan í læri.

„Það er löng leið eftir en það er gaman að vera hérna og spila með þessu liði. Ég held að allir líki vel við Tottenham og hvernig fótbolta liðið spilar," sagði Van der Vaart.

„Við erum að spila hollenska fótbolta. Ég kann mjög vel við það og heima í Hollandi elska allir að horfa á Tottenham spila," sagði Van der Vaart.

Mynd/Nordic Photos/Getty

Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar eins og er en getur liðið unnið ensku deildina?

„Já að sjálfsögðu því við erum með hópinn til þess. Við erum með tvo miðverði meidda [William Gallas og Ledley King] en erum samt með tvo af bestu varnarmönnunum í deildinni. Hér er stór hópur og mikil samkeppni sem hjálpar okkur að komast yfir álagstíma eins og jól og áramót," sagði Van der Vaart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×