Vinnubrögð ekki í samræmi við verklagsreglur 17. september 2010 05:15 Vestmannaeyjar Forstjóri Barnaverndarstofu mun ræða við barnaverndarnefndina í Vestmannaeyjum. „Samkvæmt forsendum dóms héraðsdóms var um að ræða verklag sem samræmist ekki þeim faglegu kröfum sem Barnaverndarstofa gerir í málum af þessu tagi.“ Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um vinnubrögð við rannsókn á kynferðisbrotamáli í Vestmannaeyjum þar sem rúmur mánuður leið frá því að meint brot átti sér stað þar til brotaþolinn, lítil stúlka, var færð til skýrslutöku í Barnahúsi. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það taka þátt í sérstökum leik til að fá fram frásögn þess af því sem gerst hafði. Taldi dómurinn þessa málsmeðferð til þess fallna að rýra sönnunargildi Barnahússskýrslunnar og sýknaði á þeim grundvelli hálf áttræðan mann sem ákærður hafði verið fyrir kynferðisbrotið gegn stúlkubarninu. „Það er mjög mikilvægt að barnið hafi ekki þurft að sæta ítrekuðum viðtölum við rannsakendur í svona málum áður en það fer í skýrslutöku í Barnahúsi,“ segir Bragi. Hann undirstrikar að ekki sé verið að taka afstöðu til sýknudómsins sem slíks. Hins vegar verði farið yfir málsmeðferðina með starfsmönnum og barnaverndarnefnd og að líkindum gerðar athugasemdir við verklagið að svo búnu. Nítján konur kærðu manninn í kjölfar kæru foreldra litlu stúlkunnar. „Þetta er mjög þekkt munstur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Þegar einhver rýfur þögnina þá opnast flóðgáttir. Sumir kynferðisbrotamenn hafa langa slóð á eftir sér.“- jss Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Samkvæmt forsendum dóms héraðsdóms var um að ræða verklag sem samræmist ekki þeim faglegu kröfum sem Barnaverndarstofa gerir í málum af þessu tagi.“ Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um vinnubrögð við rannsókn á kynferðisbrotamáli í Vestmannaeyjum þar sem rúmur mánuður leið frá því að meint brot átti sér stað þar til brotaþolinn, lítil stúlka, var færð til skýrslutöku í Barnahúsi. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það taka þátt í sérstökum leik til að fá fram frásögn þess af því sem gerst hafði. Taldi dómurinn þessa málsmeðferð til þess fallna að rýra sönnunargildi Barnahússskýrslunnar og sýknaði á þeim grundvelli hálf áttræðan mann sem ákærður hafði verið fyrir kynferðisbrotið gegn stúlkubarninu. „Það er mjög mikilvægt að barnið hafi ekki þurft að sæta ítrekuðum viðtölum við rannsakendur í svona málum áður en það fer í skýrslutöku í Barnahúsi,“ segir Bragi. Hann undirstrikar að ekki sé verið að taka afstöðu til sýknudómsins sem slíks. Hins vegar verði farið yfir málsmeðferðina með starfsmönnum og barnaverndarnefnd og að líkindum gerðar athugasemdir við verklagið að svo búnu. Nítján konur kærðu manninn í kjölfar kæru foreldra litlu stúlkunnar. „Þetta er mjög þekkt munstur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Þegar einhver rýfur þögnina þá opnast flóðgáttir. Sumir kynferðisbrotamenn hafa langa slóð á eftir sér.“- jss
Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira