Innlent

Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn fannst látinn á sunnudag. MYND/Egill
Maðurinn fannst látinn á sunnudag. MYND/Egill

Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn.



Í tilkynningu frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftir yfirheyrslu lögreglu seint í gærkveldi yfir manninum sem er á þrítugsaldri hafi verið ákveðið að láta hann ekki lausan heldur hafa hann áfram í haldi lögreglu vegna gruns um aðild hans að andláti Hannesar Þórs Helgasonar.



Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum verður tekin síðar í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×