Innlent

Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn fannst látinn á sunnudag. MYND/Egill
Maðurinn fannst látinn á sunnudag. MYND/Egill

Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn.



Í tilkynningu frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftir yfirheyrslu lögreglu seint í gærkveldi yfir manninum sem er á þrítugsaldri hafi verið ákveðið að láta hann ekki lausan heldur hafa hann áfram í haldi lögreglu vegna gruns um aðild hans að andláti Hannesar Þórs Helgasonar.



Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum verður tekin síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×