Íslenski boltinn

Jafntefli hjá Víkingum og Þórsurum

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Stórleikur umferðarinnar var viðureign Víkings og Þórs en sá leikur endaði með jafntefli 1-1.

Leikurinn var mjög bragðdaufur fyrir utan síðasta stundarfjórðunginn en fátt var um opin færi. Bæði lið eru með 29 stig í 2. - 3. sæti en Leiknismenn tróna á toppnum með 31 stig.

Þá vart einnig botnbaráttuslagur þar sem Grótta vann Fjarðabyggð 3-1. Njarðvík og Fjarðabyggð eru með 11 stig í fallsætunum en þar fyrir ofan eru HK og Grótta með 16 stig.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í 1. deild en markaskorarar eru fengnir frá strákunum á Fótbolti.net

Víkingur - Þór 1-1

1-0 Jakob Spansberg

1-1 Alexander Linta

KA - Njarðvík 2-1

1-0 David Disztl

1-1 Andri Fannar Freysson

2-1 Janez Vrenko

Grótta - Fjarðabyggð 3-1

1-0 Viggó Kristjánsson

1-1 Fannar Árnason

2-1 Daniel Howell

3-1 Daniel Howell






Fleiri fréttir

Sjá meira


×