Á Charlie Sheen afturkvæmt til Hollywood? 25. nóvember 2010 09:15 Charlie Sheen á kunnuglegum slóðum í lífinu. Hann hefur oftar en ekki þurft að fylgja þeim bláklæddu.nordicphotos/getty Líf leikarans Charlie Sheen hefur verið skrautlegt – svo vægt sé tekið til orða. Hann er reglulega kærður fyrir ofbeldisbrot, hefur farið í fjölmargar meðferðir og er nú sakaður um að reyna að kyrkja klámmyndaleikkonu. Eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá er leikarinn Charlie Sheen enn og aftur búinn að koma sér í vandræði. Í síðasta mánuði var lögregla kölluð í hótelherbergi þar sem hann fannst nakinn og í annarlegu ástandi. Ekki nóg með það, heldur var klámmyndaleikkonan Capri Anderson læst inni á baðherbergi. Hún fullyrti að Sheen hefði beitt sig ofbeldi og hún óttast um líf sitt. Þetta rímar mjög vel við forsögu Sheen sem hefur oft verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot og eiturlyfjanotkun. Capri Anderson hefur kært Sheen fyrir meint brot, en nú hefur hann kært hana á móti fyrir að ljúga til um hvað gerðist þetta kvöld í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Hann kærir hana einnig fyrir fjárkúgun, en hún á að hafa beðið um eina milljón dollara fyrir að tjá sig ekki um málið. Fréttamiðillinn TMZ birti í vikunni smáskilaboð sem Sheen og Anderson skiptust á stuttu eftir þetta örlagaríka kvöld. Talið er að þau hjálpi málstað Sheen, en samkvæmt þeim virðist ekki hafa slest alvarlega upp á „vinskap“ þeirra á hótelherberginu. Í smáskilaboðunum sakar Anderson Sheen um að eyðileggja nýja handtösku af gerðinni Prada. Hann biðst afsökunar og býðst til að greiða henni 20.000 dollara fyrir nýja tösku – ekki erfitt fyrir mann sem þénar um 1,8 milljónir dollara fyrir hvern þátt af Two and a Half Men, sem njóta mikilla vinsælda. Nokkur skilaboð gengu þeirra á milli og þau sættust á að hann sendi henni peningana á næstunni. Óvíst er hvað gerist næst í málinu. Charlie Sheen virðist hins vegar eiga níu líf í bransanum og það er sama hvað bjátar á, hann virðist ávallt eiga afturkvæmt í sjónvarp eða kvikmyndir. Capri Anderson nýtir sér málið til hins ýtrasta og hefur nú lækkað áskriftarverð klámsíðu sinnar og gert öllum ljóst að hún sé „stúlkan úr hótelherberginu“ sem allir eru að tala um. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Líf leikarans Charlie Sheen hefur verið skrautlegt – svo vægt sé tekið til orða. Hann er reglulega kærður fyrir ofbeldisbrot, hefur farið í fjölmargar meðferðir og er nú sakaður um að reyna að kyrkja klámmyndaleikkonu. Eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá er leikarinn Charlie Sheen enn og aftur búinn að koma sér í vandræði. Í síðasta mánuði var lögregla kölluð í hótelherbergi þar sem hann fannst nakinn og í annarlegu ástandi. Ekki nóg með það, heldur var klámmyndaleikkonan Capri Anderson læst inni á baðherbergi. Hún fullyrti að Sheen hefði beitt sig ofbeldi og hún óttast um líf sitt. Þetta rímar mjög vel við forsögu Sheen sem hefur oft verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot og eiturlyfjanotkun. Capri Anderson hefur kært Sheen fyrir meint brot, en nú hefur hann kært hana á móti fyrir að ljúga til um hvað gerðist þetta kvöld í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Hann kærir hana einnig fyrir fjárkúgun, en hún á að hafa beðið um eina milljón dollara fyrir að tjá sig ekki um málið. Fréttamiðillinn TMZ birti í vikunni smáskilaboð sem Sheen og Anderson skiptust á stuttu eftir þetta örlagaríka kvöld. Talið er að þau hjálpi málstað Sheen, en samkvæmt þeim virðist ekki hafa slest alvarlega upp á „vinskap“ þeirra á hótelherberginu. Í smáskilaboðunum sakar Anderson Sheen um að eyðileggja nýja handtösku af gerðinni Prada. Hann biðst afsökunar og býðst til að greiða henni 20.000 dollara fyrir nýja tösku – ekki erfitt fyrir mann sem þénar um 1,8 milljónir dollara fyrir hvern þátt af Two and a Half Men, sem njóta mikilla vinsælda. Nokkur skilaboð gengu þeirra á milli og þau sættust á að hann sendi henni peningana á næstunni. Óvíst er hvað gerist næst í málinu. Charlie Sheen virðist hins vegar eiga níu líf í bransanum og það er sama hvað bjátar á, hann virðist ávallt eiga afturkvæmt í sjónvarp eða kvikmyndir. Capri Anderson nýtir sér málið til hins ýtrasta og hefur nú lækkað áskriftarverð klámsíðu sinnar og gert öllum ljóst að hún sé „stúlkan úr hótelherberginu“ sem allir eru að tala um. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira