Íslenskt rokkabillí til Japans 25. nóvember 2010 10:45 Það eru kannski nokkur ár á milli þeirra Péturs, Arons, Gísla og Smutty en þeir eru allir jafn töff. fréttablaðið/pjetur Rokkabillíkvöld verður á Faktorý annað kvöld. Aðalnúmerið er hljómsveitin The 59‘s sem stefnir á tónleikaferðalag til Japans á næsta ári. „Rokkabillíið er sko alls ekki búið,“ segir Gísli Veltan, en hljómsveit hans, The 59‘s, spilar á Rokkabillíkvöldi á Faktorý á föstudaginn. The 59‘s er skipuð söngvaranum Gísla, bróður hans Aroni Erni, gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni og bassaleikaranum Smutty Smiff, en sá síðastnefndi er töluvert nafn innan rokkabillísins. „Smutty er Breti en hefur búið í Bandaríkjunum nánast allt sitt líf. Hann er búinn að vera í rokkabillíbransanum í rúm þrjátíu ár og var í fyrstu rokkabillíhljómsveitinni sem gerði það gott eftir Elvis en hún hét Levi and the Rockats,“ segir Gísli. Hann segir Smutty hafa komið hingað til lands, fundið sér íslenska konu og síðar ákveðið að finna liðsmenn í rokkabillíhljómsveit. Hann hafi fundið þá Gísla og Aron og fyrst þá hafi hlutirnir farið að gerast. Síðar hafi svo Pétur Hallgrímsson gengið til liðs við bandið, en hann hefur meðal annars spilað með Lay Low og Ellen Kristjánsdóttur. Þrátt fyrir að rokkabillítímabilið sé löngu liðið segir Gísli tónlistina lifa vel. „Rokkabillíið er kannski lítið á Íslandi en í Skandinavíu er það mjög stórt. Við spilum í Noregi strax eftir jól og erum svo að spá í að fara að túra í Japan á næsta ári. Þetta er svo stórt alls staðar annars staðar.“ Gísli segir tískufyrirmyndirnar vera gömlu rokkkóngana Eddie Cochran og Elvis Presley. „Við erum auðvitað í leðurjökkum með „greasað“ hárið,“ segir Gísli og viðurkennir að það komi fyrir að fólk stari á þá á götunni. The 59‘s spila á Faktorý á föstudagskvöldið, en hljómsveitirnar Bárujárn og Blues Willis koma líka fram, ásamt DJ Gísla Glymskratta. Húsið verður opnað klukkan tíu en tónleikarnir hefjast klukkan ellefu og kostar ekkert inn. Þemaklæðnaður er hins vegar æskilegur og eru verðlaun veitt fyrir flottasta dressið. kristjana@frettabladid.is Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Rokkabillíkvöld verður á Faktorý annað kvöld. Aðalnúmerið er hljómsveitin The 59‘s sem stefnir á tónleikaferðalag til Japans á næsta ári. „Rokkabillíið er sko alls ekki búið,“ segir Gísli Veltan, en hljómsveit hans, The 59‘s, spilar á Rokkabillíkvöldi á Faktorý á föstudaginn. The 59‘s er skipuð söngvaranum Gísla, bróður hans Aroni Erni, gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni og bassaleikaranum Smutty Smiff, en sá síðastnefndi er töluvert nafn innan rokkabillísins. „Smutty er Breti en hefur búið í Bandaríkjunum nánast allt sitt líf. Hann er búinn að vera í rokkabillíbransanum í rúm þrjátíu ár og var í fyrstu rokkabillíhljómsveitinni sem gerði það gott eftir Elvis en hún hét Levi and the Rockats,“ segir Gísli. Hann segir Smutty hafa komið hingað til lands, fundið sér íslenska konu og síðar ákveðið að finna liðsmenn í rokkabillíhljómsveit. Hann hafi fundið þá Gísla og Aron og fyrst þá hafi hlutirnir farið að gerast. Síðar hafi svo Pétur Hallgrímsson gengið til liðs við bandið, en hann hefur meðal annars spilað með Lay Low og Ellen Kristjánsdóttur. Þrátt fyrir að rokkabillítímabilið sé löngu liðið segir Gísli tónlistina lifa vel. „Rokkabillíið er kannski lítið á Íslandi en í Skandinavíu er það mjög stórt. Við spilum í Noregi strax eftir jól og erum svo að spá í að fara að túra í Japan á næsta ári. Þetta er svo stórt alls staðar annars staðar.“ Gísli segir tískufyrirmyndirnar vera gömlu rokkkóngana Eddie Cochran og Elvis Presley. „Við erum auðvitað í leðurjökkum með „greasað“ hárið,“ segir Gísli og viðurkennir að það komi fyrir að fólk stari á þá á götunni. The 59‘s spila á Faktorý á föstudagskvöldið, en hljómsveitirnar Bárujárn og Blues Willis koma líka fram, ásamt DJ Gísla Glymskratta. Húsið verður opnað klukkan tíu en tónleikarnir hefjast klukkan ellefu og kostar ekkert inn. Þemaklæðnaður er hins vegar æskilegur og eru verðlaun veitt fyrir flottasta dressið. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira