Eftirsóttir andfætlingar 25. nóvember 2010 18:00 Russel Crowe, Mel Gibson, Erroll Flynn og Heath Ledger eiga það allir sameiginlegt að vera frá Ástralíu og hafa átt í erfiðleikum með lífið utan hvíta tjaldsins. Ástralskir og reyndar nýsjálenskir kvikmyndagerðarmenn hafa undanfarin ár tekið Ameríku með trompi í mörgum skilningi þess orðs. Þeir eru í fremstu röð en reyna um leið að halda tryggð við heimalandið. Um helgina geta sannir aðdáendur Russells Crowe skroppið í bíó og séð dæmigerða Crowe-mynd, The Next Three Days. Að þessu sinni leikur Crowe mann sem horfir upp á eiginkonuna sína dæmda saklausa í fangelsi fyrir hrottalegt morð. Þegar henni er neitað um reynslulausn í þrígang og hennar bíður ekkert nema tuttugu ára tukthúsvist tekur Crowe til sinna ráða og reynir að frelsa hana úr fangelsi. Leikstjóri er Paul Haggis en með önnur hlutverk í myndinni fara þau Elizabeth Banks, Liam Neeson og rapparinn RZA. Crowe er í hópi þeirra andfætlinga okkar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hafa farið í víking til Hollywood og tekist nokkuð vel upp. Hann hefur fengið Óskarsverðlaun og verið úthlutað mörgum af bitastæðustu hlutverkum kvikmyndaborgarinnar. Um leið hefur hann verið ákaflega duglegur að koma sér í fréttir fyrir skapofsa og símakast á hótelum, nánar tiltekið í New York. Crowe, sem er fæddur á Nýja-Sjálandi en alinn upp í Ástralíu, er auðvitað ekki eini andfætlingurinn sem hefur átt í erfiðleikum með að hemja skap sitt. Það virðist vera lenska með ástralskar stórstjörnur. Erroll Flynn fór til að mynda vestur um haf og sló í gegn sem Hrói höttur. Flynn var hins vegar einnig skelfilegur drykkjumaður, sprautaði vodka í appelsínur og át þær eftir að honum var bannað að drekka á tökustað enda lést Flynn aðeins fimmtugur að aldri. Annað gott dæmi um óheillakrákuna sem eltir ástralska leikara er auðvitað Mel Gibson. Leikarinn ruddi vissulega brautina fyrir ástralska leikara og varð einn sá áhrifamesti í Hollywood. Harmsaga Gibsons er hins vegar með ólíkindum og kannski óþarfi að rifja hana upp í mörgum orðum. Honum tókst á ótrúlegan hátt að rústa orðspor sitt með ákaflega heimskulegum gjörðum utan hvíta tjaldsins. Einn mesti missir ástralskrar kvikmyndagerðar varð síðan þegar Heath Ledger féll frá langt fyrir aldur fram í lok janúar 2008, aðeins 28 ára. Ledger var á góðri leið með að skáka Gibson og Crowe með stórkostlegri frammistöðu í Brokeback Mountain og sem Jókerinn í Batman-myndinni Dark Knight þegar hann dó. Ástralskar leikkonur hafa hins vegar að mestu leyti verið til friðs utan tökustaða, ólíkt körlunum. Nicole Kidman skaust upp á stjörnuhimininn í Days of Thunder þar sem hún kynntist Tom Cruise og giftist honum. Eftir að þau skildu hefur ferill hennar tekið mikið stökk upp á við og hún verður að teljast ein skærasta kvikmyndastjarna Ástralíu fyrr og síðar. Þótt þessi fjögur hafi haldið fána Ástralíu á lofti í Ameríku þá hefur fjöldi ástralskra leikara komið ár sinni vel fyrir borð þar vestra. Cate Blanchet er til að mynda í hópi virtustu leikkvenna Hollywood um þessar mundir og leikarar á borð við Hugh Jackman, Eric Bana og Geoffrey Rush þykja eftirsóknarverðir starfskraftar. Og þótt ekki hafi farið mikið fyrir Guy Pearce þá er ferill hans í kvikmyndaborginni frábær. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira
Ástralskir og reyndar nýsjálenskir kvikmyndagerðarmenn hafa undanfarin ár tekið Ameríku með trompi í mörgum skilningi þess orðs. Þeir eru í fremstu röð en reyna um leið að halda tryggð við heimalandið. Um helgina geta sannir aðdáendur Russells Crowe skroppið í bíó og séð dæmigerða Crowe-mynd, The Next Three Days. Að þessu sinni leikur Crowe mann sem horfir upp á eiginkonuna sína dæmda saklausa í fangelsi fyrir hrottalegt morð. Þegar henni er neitað um reynslulausn í þrígang og hennar bíður ekkert nema tuttugu ára tukthúsvist tekur Crowe til sinna ráða og reynir að frelsa hana úr fangelsi. Leikstjóri er Paul Haggis en með önnur hlutverk í myndinni fara þau Elizabeth Banks, Liam Neeson og rapparinn RZA. Crowe er í hópi þeirra andfætlinga okkar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hafa farið í víking til Hollywood og tekist nokkuð vel upp. Hann hefur fengið Óskarsverðlaun og verið úthlutað mörgum af bitastæðustu hlutverkum kvikmyndaborgarinnar. Um leið hefur hann verið ákaflega duglegur að koma sér í fréttir fyrir skapofsa og símakast á hótelum, nánar tiltekið í New York. Crowe, sem er fæddur á Nýja-Sjálandi en alinn upp í Ástralíu, er auðvitað ekki eini andfætlingurinn sem hefur átt í erfiðleikum með að hemja skap sitt. Það virðist vera lenska með ástralskar stórstjörnur. Erroll Flynn fór til að mynda vestur um haf og sló í gegn sem Hrói höttur. Flynn var hins vegar einnig skelfilegur drykkjumaður, sprautaði vodka í appelsínur og át þær eftir að honum var bannað að drekka á tökustað enda lést Flynn aðeins fimmtugur að aldri. Annað gott dæmi um óheillakrákuna sem eltir ástralska leikara er auðvitað Mel Gibson. Leikarinn ruddi vissulega brautina fyrir ástralska leikara og varð einn sá áhrifamesti í Hollywood. Harmsaga Gibsons er hins vegar með ólíkindum og kannski óþarfi að rifja hana upp í mörgum orðum. Honum tókst á ótrúlegan hátt að rústa orðspor sitt með ákaflega heimskulegum gjörðum utan hvíta tjaldsins. Einn mesti missir ástralskrar kvikmyndagerðar varð síðan þegar Heath Ledger féll frá langt fyrir aldur fram í lok janúar 2008, aðeins 28 ára. Ledger var á góðri leið með að skáka Gibson og Crowe með stórkostlegri frammistöðu í Brokeback Mountain og sem Jókerinn í Batman-myndinni Dark Knight þegar hann dó. Ástralskar leikkonur hafa hins vegar að mestu leyti verið til friðs utan tökustaða, ólíkt körlunum. Nicole Kidman skaust upp á stjörnuhimininn í Days of Thunder þar sem hún kynntist Tom Cruise og giftist honum. Eftir að þau skildu hefur ferill hennar tekið mikið stökk upp á við og hún verður að teljast ein skærasta kvikmyndastjarna Ástralíu fyrr og síðar. Þótt þessi fjögur hafi haldið fána Ástralíu á lofti í Ameríku þá hefur fjöldi ástralskra leikara komið ár sinni vel fyrir borð þar vestra. Cate Blanchet er til að mynda í hópi virtustu leikkvenna Hollywood um þessar mundir og leikarar á borð við Hugh Jackman, Eric Bana og Geoffrey Rush þykja eftirsóknarverðir starfskraftar. Og þótt ekki hafi farið mikið fyrir Guy Pearce þá er ferill hans í kvikmyndaborginni frábær. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira