Linda Pé dómari í fyrstu fegurðarkeppni homma 31. maí 2010 08:00 Magnús Guðbergur Jónsson keppti sjálfur í Mr. Gay Europe og Mr. Gay World með ágætis árangri. Hann hefur nú keypt réttinn að þessari keppni hér á landi. „Þetta er byggt upp eins og fyrirsætukeppni nema hvað að undirfatasýning og annað slíkt er klippt út," segir Magnús Guðbergur Jónsson sem stendur fyrir fyrstu Hr. Hinsegin-keppninni á Íslandi. Sigurvegarinn verður krýndur við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum þann 5. júní næstkomandi en þegar hafa átta keppendur skráð sig til leiks. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, þriggja daga hótelgisting á einu glæsilegasta hóteli New York-borgar, árskort í ræktina svo ekki sé minnst á titilinn sjálfan sem gefur viðkomandi rétt til að keppa fyrir hönd Íslands í Mr. Gay Europe í Genf og Mr. Gay World á Filipseyjum á næsta ári. Ef allt gengur að óskum verður Linda Pétursdóttir meðal dómnefndarmeðlima. Magnús keypti réttinn að Mr. Gay-keppninni en hann var sjálfur þátttakandi í Mr. Gay World fyrir ári síðan. Þar varð Magnús fyrir slíkri uppljómun og hughrifum að honum fannst hann verða að koma skilaboðum keppninnar á framfæri. „Ég áttaði mig þá, þegar ég heyrði sögurnar sem hinir höfðu að segja, hvað samkynhneigðir á Norðurlöndunum hafa það gott. Við tökum stundum ekki eftir því hvað er að gerast í kringum okkur í þessum málum og það er hálfgerð skömm að þessar þjóðir skuli ekki hafa þrýst á önnur lönd að bæta úr þessu," segir Magnús. Keppnin beini því sjónum sínum að baráttu minnihlutahópa og þá sérstaklega homma og lesbía. Magnús segir það sér mikið kappsmál að réttur aðili fari fyrir hönd Íslands, að viðkomandi geti frætt aðra um Ísland, stöðuna hér á landi og miðlað af reynslu og þekkingu um jafnrétti og velferð. Magnús hefur fengið til liðs við sig glæsilega dómnefnd en ef allt gengur að óskum munu Linda Pétursdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning og athafnakona, Sigríður Klingenberg, spákona, Friðrik Ómar, Hafsteinn Þórólfsson og Jarl Hökedal sitja í dómnefndinni. „Jarl kemur frá Mr. Gay World og er sá sem gefur hótelgistinguna í New York," segir Magnús en að öllum líkindum verður Heiðar Jónsson kynnir. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Sjá meira
„Þetta er byggt upp eins og fyrirsætukeppni nema hvað að undirfatasýning og annað slíkt er klippt út," segir Magnús Guðbergur Jónsson sem stendur fyrir fyrstu Hr. Hinsegin-keppninni á Íslandi. Sigurvegarinn verður krýndur við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum þann 5. júní næstkomandi en þegar hafa átta keppendur skráð sig til leiks. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, þriggja daga hótelgisting á einu glæsilegasta hóteli New York-borgar, árskort í ræktina svo ekki sé minnst á titilinn sjálfan sem gefur viðkomandi rétt til að keppa fyrir hönd Íslands í Mr. Gay Europe í Genf og Mr. Gay World á Filipseyjum á næsta ári. Ef allt gengur að óskum verður Linda Pétursdóttir meðal dómnefndarmeðlima. Magnús keypti réttinn að Mr. Gay-keppninni en hann var sjálfur þátttakandi í Mr. Gay World fyrir ári síðan. Þar varð Magnús fyrir slíkri uppljómun og hughrifum að honum fannst hann verða að koma skilaboðum keppninnar á framfæri. „Ég áttaði mig þá, þegar ég heyrði sögurnar sem hinir höfðu að segja, hvað samkynhneigðir á Norðurlöndunum hafa það gott. Við tökum stundum ekki eftir því hvað er að gerast í kringum okkur í þessum málum og það er hálfgerð skömm að þessar þjóðir skuli ekki hafa þrýst á önnur lönd að bæta úr þessu," segir Magnús. Keppnin beini því sjónum sínum að baráttu minnihlutahópa og þá sérstaklega homma og lesbía. Magnús segir það sér mikið kappsmál að réttur aðili fari fyrir hönd Íslands, að viðkomandi geti frætt aðra um Ísland, stöðuna hér á landi og miðlað af reynslu og þekkingu um jafnrétti og velferð. Magnús hefur fengið til liðs við sig glæsilega dómnefnd en ef allt gengur að óskum munu Linda Pétursdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning og athafnakona, Sigríður Klingenberg, spákona, Friðrik Ómar, Hafsteinn Þórólfsson og Jarl Hökedal sitja í dómnefndinni. „Jarl kemur frá Mr. Gay World og er sá sem gefur hótelgistinguna í New York," segir Magnús en að öllum líkindum verður Heiðar Jónsson kynnir. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Sjá meira