Fjöldi framboða kom öllum í opna skjöldu - fréttaskýring 19. október 2010 05:00 Ástráður Haraldsson. Hvernig verður staðið að kynningu á frambjóðendum og kosningakerfinu til stjórnlagaþings? Mun fleiri skiluðu inn framboðum til stjórnlagaþings en nokkurn óraði fyrir. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær og á síðustu metrunum bættust um 350 frambjóðendur í hópinn. Alls hafa um 500 skilað inn framboði. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu," segir Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis og ritari landskjörstjórnar. Landskjörstjórn mun vinna að því næstu daga að keyra saman meðmælalista frambjóðenda og fara yfir þá að öðru leyti til að kanna hvort á þeim séu ágallar eða hvort einhverja meðmælendur sé að finna á fleiri en einum lista. Því verki skal lögum samkvæmt vera lokið á hádegi á fimmtudag. Þórhallur segir að sú tímasetning muni standast, en jafnvel þurfi að bæta við starfsfólki í ljósi fjöldans. „Þetta setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Þetta er töluvert umfangsmeira verk en við áttum von á." Komi ágallar í ljós gefast frambjóðendum tveir dagar til að bæta úr þeim, eða fram á laugardag. Því er ólíklegt að endanlegur fjöldi frambjóðenda liggi fyrir fyrr en eftir helgi. Þá mun landskjörstjórn gefa hverjum frambjóðanda númer og að lokum birta listann með öllum gildum framboðum. Frestur til þess rennur út 3. nóvember. Það kemur síðan í hlut dómsmálaráðuneytisins að útbúa kynningarefni fyrir frambjóðendur. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri segir að þótt fjöldi frambjóðenda hafi komið flatt upp á fólk í ráðuneytinu eigi ekki að verða mikið vandamál að útbúa slíkt efni. Frambjóðendur hafi verið beðnir um að skila inn stuttri kynningu á sjálfum sér og erindi sínu á þingið, og bæklingurinn muni byggja á þeim kynningum. Bæklingurinn verður tilbúinn áður en utankjörstaðakosning hefst 10. nóvember, og verður þá dreift í takmörkuðu upplagi til sýslumanna og utanríkisþjónustunnar. Hann fer svo í almenna dreifingu á öll heimili þegar nær dregur kosningunni. „Það má ekki dreifa þessu of snemma, þá fer þetta bara í tunnuna," útskýrir Hjalti. Annað sem þarf að útskýra fyrir fólki er kosningakerfið og hvernig skal greiða atkvæði. Kerfið er nýtt fyrir Íslendingum, á ensku heitir það „single transferable vote", en íslensk þýðing er ekki til. Kerfið er hugsað til að atkvæði kjósenda fullnýtist sem allra best. Landskjörstjórn mun hafa umsjón með að kynna almenningi kerfið, og fer það kynningarátak af stað um eða eftir mánaðamót. „Það verður auðvitað að tryggja að fólk skilji þetta en það er ekki búið að ákveða í nákvæmum smáatriðum hvernig staðið verður að því," segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en í dómsmálaráðuneytinu er í skoðun að útbúa sérstakt kynningarmyndband fyrir kerfið. Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Það mun síðan taka til starfa í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Hvernig verður staðið að kynningu á frambjóðendum og kosningakerfinu til stjórnlagaþings? Mun fleiri skiluðu inn framboðum til stjórnlagaþings en nokkurn óraði fyrir. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær og á síðustu metrunum bættust um 350 frambjóðendur í hópinn. Alls hafa um 500 skilað inn framboði. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu," segir Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis og ritari landskjörstjórnar. Landskjörstjórn mun vinna að því næstu daga að keyra saman meðmælalista frambjóðenda og fara yfir þá að öðru leyti til að kanna hvort á þeim séu ágallar eða hvort einhverja meðmælendur sé að finna á fleiri en einum lista. Því verki skal lögum samkvæmt vera lokið á hádegi á fimmtudag. Þórhallur segir að sú tímasetning muni standast, en jafnvel þurfi að bæta við starfsfólki í ljósi fjöldans. „Þetta setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Þetta er töluvert umfangsmeira verk en við áttum von á." Komi ágallar í ljós gefast frambjóðendum tveir dagar til að bæta úr þeim, eða fram á laugardag. Því er ólíklegt að endanlegur fjöldi frambjóðenda liggi fyrir fyrr en eftir helgi. Þá mun landskjörstjórn gefa hverjum frambjóðanda númer og að lokum birta listann með öllum gildum framboðum. Frestur til þess rennur út 3. nóvember. Það kemur síðan í hlut dómsmálaráðuneytisins að útbúa kynningarefni fyrir frambjóðendur. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri segir að þótt fjöldi frambjóðenda hafi komið flatt upp á fólk í ráðuneytinu eigi ekki að verða mikið vandamál að útbúa slíkt efni. Frambjóðendur hafi verið beðnir um að skila inn stuttri kynningu á sjálfum sér og erindi sínu á þingið, og bæklingurinn muni byggja á þeim kynningum. Bæklingurinn verður tilbúinn áður en utankjörstaðakosning hefst 10. nóvember, og verður þá dreift í takmörkuðu upplagi til sýslumanna og utanríkisþjónustunnar. Hann fer svo í almenna dreifingu á öll heimili þegar nær dregur kosningunni. „Það má ekki dreifa þessu of snemma, þá fer þetta bara í tunnuna," útskýrir Hjalti. Annað sem þarf að útskýra fyrir fólki er kosningakerfið og hvernig skal greiða atkvæði. Kerfið er nýtt fyrir Íslendingum, á ensku heitir það „single transferable vote", en íslensk þýðing er ekki til. Kerfið er hugsað til að atkvæði kjósenda fullnýtist sem allra best. Landskjörstjórn mun hafa umsjón með að kynna almenningi kerfið, og fer það kynningarátak af stað um eða eftir mánaðamót. „Það verður auðvitað að tryggja að fólk skilji þetta en það er ekki búið að ákveða í nákvæmum smáatriðum hvernig staðið verður að því," segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en í dómsmálaráðuneytinu er í skoðun að útbúa sérstakt kynningarmyndband fyrir kerfið. Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Það mun síðan taka til starfa í síðasta lagi í febrúar á næsta ári.
Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira