Halinn klipptur af stressuðum grísum Erla Hlynsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 14:12 Í drögum að nýjum lögum um dýravernd er lagt til bann við því að fjarlægja hala af grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. „Þetta er gert til að forðast það að þeir fari að naga halann hver á öðrum. Það er kallað cannibalismus þegar dýr leggjast á sömu tegund," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hún segir að streita, þrengsli og önnur umhverfismál valdi þessari hegðun. Með aukinni kröfu á svínabú að framleiða meira svínakjöt fyrir minni pening er oft heldur þröngt um grísina. Sigurborg situr í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem vinnur að endurskoðun á lögum um dýravernd. „Í þessum nýju drögum leggjum við til að það verði óheimilt að fjarlægja líkamsparta án læknisfræðilegra ástæðna og þar undir fellur hali dýra" segir hún. Grísirnir eru ekki deyfðir áður en þetta er gert. Þetta vita allir sem vilja vita það Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé gert á öllum svínabúum hér á landi en veit að þetta er gert víða. „Ég veit að þetta er gert. Það vita allir sem vita vilja. Ég veit ekki hvort þetta er gert á hverju einasta svínabúi en þetta tíðkast á stóru búunum," segir Sigurborg. Henni finnst það óviðunandi að í stað þess að búa betur að grísunum og finna lausnir til bættrar vellíðan dýranna sé farin sú leið að klippa af þeim hala og stytta tennur til að minnka líkur á því að þeir nagi halann hver á öðrum með tilheyrandi sýkingarhættu. „Það er óásættanlegt að mannskepnan sé að leysa vandamál sem hlýst af aðferðum hennar við að halda dýr með því búa til annað og veldur dýrum sársauka," segir hún. Ný lög um dýravernd eru enn í vinnslu en drögin verða kynnt ráðuneytinu um miðjan næsta mánuð. Meðal annarra breytinga þar er að lögin munu kallast lög um dýravelferð í stað laga um dýravernd. Samkvæmt gildandi lögum er bannað að fara illa með dýr en í nýjum lögum verður lögð áhersla á að það sé skylt að fara vel með dýr. Aths. blaðamanns: Samkvæmt íslenskri orðabók skal nota orðið „rófa“ þegar talað er um grísi. Þar sem heimildamenn blaðamanns og viðmælendur, hvort sem er svínabóndar eða dýralæknar, nota allir orðið „hali“ var ákveðið að nota það í þessum fréttum. Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. „Þetta er gert til að forðast það að þeir fari að naga halann hver á öðrum. Það er kallað cannibalismus þegar dýr leggjast á sömu tegund," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hún segir að streita, þrengsli og önnur umhverfismál valdi þessari hegðun. Með aukinni kröfu á svínabú að framleiða meira svínakjöt fyrir minni pening er oft heldur þröngt um grísina. Sigurborg situr í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem vinnur að endurskoðun á lögum um dýravernd. „Í þessum nýju drögum leggjum við til að það verði óheimilt að fjarlægja líkamsparta án læknisfræðilegra ástæðna og þar undir fellur hali dýra" segir hún. Grísirnir eru ekki deyfðir áður en þetta er gert. Þetta vita allir sem vilja vita það Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé gert á öllum svínabúum hér á landi en veit að þetta er gert víða. „Ég veit að þetta er gert. Það vita allir sem vita vilja. Ég veit ekki hvort þetta er gert á hverju einasta svínabúi en þetta tíðkast á stóru búunum," segir Sigurborg. Henni finnst það óviðunandi að í stað þess að búa betur að grísunum og finna lausnir til bættrar vellíðan dýranna sé farin sú leið að klippa af þeim hala og stytta tennur til að minnka líkur á því að þeir nagi halann hver á öðrum með tilheyrandi sýkingarhættu. „Það er óásættanlegt að mannskepnan sé að leysa vandamál sem hlýst af aðferðum hennar við að halda dýr með því búa til annað og veldur dýrum sársauka," segir hún. Ný lög um dýravernd eru enn í vinnslu en drögin verða kynnt ráðuneytinu um miðjan næsta mánuð. Meðal annarra breytinga þar er að lögin munu kallast lög um dýravelferð í stað laga um dýravernd. Samkvæmt gildandi lögum er bannað að fara illa með dýr en í nýjum lögum verður lögð áhersla á að það sé skylt að fara vel með dýr. Aths. blaðamanns: Samkvæmt íslenskri orðabók skal nota orðið „rófa“ þegar talað er um grísi. Þar sem heimildamenn blaðamanns og viðmælendur, hvort sem er svínabóndar eða dýralæknar, nota allir orðið „hali“ var ákveðið að nota það í þessum fréttum.
Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31