Enski boltinn

Wenger sló á þráðinn til Eden Hazard

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eden Hazard er 19 ára.
Eden Hazard er 19 ára.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur áhuga á miðjumanninum Eden Hazard sem leikur með Lille í Frakklandi. Samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi hringdi Wenger sjálfur í Hazard til að reyna að lokka hann til Lundúna.

Hazard er 19 ára miðjumaður sem leikur fyrir belgíska landsliðið. Hann er talinn einn mest spennandi leikmaður Evrópu og hafa lið á borð við Manchester United, Real Madrid, Inter og Liverpool sýnt honum áhuga.

Hazard skoraði einmitt gegn Liverpool í Evrópudeildinni fyrr í þessum mánuði.

Wenger notaði svipaða taktík þegar hann krækti í Thomas Vermaelen. Hann sló á þráðinn til leikmannsins sem nokkrum vikum síðar var mættur í búning Arsenal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×