Innlent

Atli vill nýjar kosningar ef þingið axlar ekki ábyrgð sína

Atli Gíslason segir að ef þingið axli ekki þá ábyrgð sem á það er lögð í kjölfar bankahrunsins og dragi til ábyrgðar þá sem sýndu vanrækslu í aðdraganda þess, þá sé full ástæða til að boða til nýrra kosninga þannig að þingmenn endurnýi umboð sitt.

Atli stýrði þingmannanefndina sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþingis og tók afstöðu til þess hvort draga eigi fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm.




Tengdar fréttir

Vonar að ræða ráðherra hafi ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, er ósammála ýmsu sem kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Þetta sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann sagðist einkum vera ósammála því sem kom fram í ræðu forsætisráðherra um gagnrýni á Atlanefndina svokölluðu. Forsætisráðherra væri þó heimilt að tjá eigin skoðanir á málinu.

„Alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig“

„Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×