Innlent

Reykvískir víkingar ósáttir

Gunnar Ólafsson víkingur.
Gunnar Ólafsson víkingur.
Forsvarsmenn Víkingahátíðar í Reykjavík, sem halda á í fyrsta skipti á Klambra-túni næsta sumar, eru mjög óánægðir við nafnbreytinguna á túninu en nafni þess var breytt úr Miklatúni í Klambratún í vikunni.

Víkingahátíðin hefur verið markaðssett víða erlendis undir nafinu Grand Viking Festival at Grand Park en enska þýðingin á Miklatúni er Grand Park. Gunnar Ólafsson, forsvarsmaður víkingafélagsins Einherja, segir nafnbreytinguna skemma verulega fyrir hátíðinni og óttast að þátttaka í hátíðinni verði minni en ella. Hann harmar að borgarstjórn hafi gert þetta án samráðs.

Unnið hefur verið að hátíðinni lengi en hún verður haldin í fyrsta skipti 17. til 19. júní á næsta ári.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×