Innlent

Skilanefnd kannar hvort birta megi styrki til stjórnmálamanna

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, kannar möguleika á að birta upplýsingar um styrki bankans til stjórnmálamanna líkt og skilanefndir hinna föllnu viðskiptabankanna hafa gert.
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, kannar möguleika á að birta upplýsingar um styrki bankans til stjórnmálamanna líkt og skilanefndir hinna föllnu viðskiptabankanna hafa gert.

Skilanefnd Glitnis er að kanna hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að birta upplýsingar um styrkveitingar Glitnis til stjórnmálamanna með sama hætti og skilanefndir Kaupþings og Landsbanka Íslands hafa gert.

Í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að ekki sé hægt að birta upplýsingar um styrki Glitnis til stjórnmálamanna.

„Frá Glitni bárust gögnin mjög seint og þau voru mun verr flokkuð en frá hinum bönkunum,“ segir í skýrslunni. Birtar eru upplýsingar Landsbankans og Kaupþings til bæði stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka á árunum 2003-2008. Hvað varðar Glitni fékk rannsóknarnefndin aðeins nothæfar upplýsingar um styrki til stjórnmálasamtaka.

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, sagði við Fréttablaðið að hann hefði ekki skýringar á þessari afgreiðslu Glitnis á beiðni rannsóknarnefndarinnar um upplýsingar. Eftir samtal við Fréttablaðið lét Árni afla upplýsinga um málið og sagðist síðan vera að kanna hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að birta þessar upplýsingar með sama hætti og hinir bankarnir hafa gert.

-pg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×