„Hlykkjaðist fram eins og ormur“ 16. apríl 2010 06:00 Létt yfir fólki Íbúar tóku umstanginu hæfilega alvarlega enda þaulvant fólk á ferð í þriðju rýmingu á skömmum tíma.mynd/egill bjarnason „Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
„Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira