Enski boltinn

Liverpool missti af sögulegu tækifæri í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Babel í leiknum í gær.
Ryan Babel í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Hefði Liverpool unnið leik sinn gegn Utrecht í Evrópudeild UEFA í gær hefði liðið náð sögulegum árangri. Leiknum lauk hins vegar með markalausu jafntefli.

Liverpool hafði unnið átta Evrópuleiki í röð á heimavelli fyrir leikinn í gær en liðið hefur tvívegis áður náð slíkum árangri. Fyrst frá 1976 til 1978 og svo aftur frá 1984 til 1991.

En leikurinn í gær var afar rislítill enda ekkert undir í honum. Liverpool var búið að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitum og Utrecht var þegar úr leik.

Liverpool hefur ekki gengið vel í haust og hefði sjálfsagt haft gott að því að bæta þetta met. En allt kom fyrir ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×