Innlent

Prestur krefst rannsóknar á þöggun kirkjunnar

Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur.
Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur. Mynd/Arnþór Birkisson
Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur vill að kirkjan viðurkenni vanmátt sinn í máli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttir og að óháð sannleiksnefnd verði skipuð til að fara yfir málið í heild sinni.

Þetta kemur fram í grein sem Sigríður, sem er sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli, skrifar í Fréttablaðið í dag. Sigríður leggur til að yfirstjórn kirkjunnar fari þess á leit við mannréttindamálaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að setja saman óháða sannleiksnefnd til að rannsaka ásakanir um þöggun íslensku þjóðkirkjunnar vegna meints kynferðisofbeldis Ólafs Skúlasonar.

Sigríður segir að þjóðkirkjan geti ekki leyst úr því máli sjálf og trúverðugleiki hennar sé að veði. Þá sé óhægt fyrir núverandi biskup Íslands að tjá sig með sannfærandi hætti um meint afbrot fyrrverandi biskups vegna ásakana á hendur honum sjálfum um að hann hafi með virkum hætti tekið þátt í að þagga málið niður árið 1996.

Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sigríður að kirkjan ætti að viðurkenna vanmátt sinn og biðja um hjálp. Íslenska þjóðkirkjan megi ekki stjórnast af máttleysi eða yfirdrepsskap í viðbrögðum sínum næstu daga og vikur. Málið þurfi að rannsaka og það fyrir dómsdag.




Tengdar fréttir

Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs

Karl Sigurbjörnsson biskup segir að á Íslandi séu menn saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, kirkjan geti því lítið aðhafst í tengslum við ásakanir á hendur forvera sínum, Ólafi Skúlasyni. Aðrir og æðri dómstólar fari yfir hans mál.

Brotnar kirkjusögur

Fyrir fjórtán árum kom bréf inn um lúguna hjá mér. Bréfið var sent til allra starfandi presta þjóðkirkjunna og lýsti upplifun konu sem ásakaði þáverandi biskup um kynferðisbrot .

Sigrún Pálína: Karl og Hjálmar reyndu að þagga niður í mér

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að eftir misheppnaðar sáttatilraunir við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, hafi Karl Sigurbjörnsson, núverandi biskup, og Hjálmar Jónsson, núverandi Dómkirkjuprestur, reynt að þagga niður í henni. Karl hafi meðal annars vísað til þess að hún ekki gert sjúkri móður sinni það að halda málinu til streitu. Sjálfur segist Karl ekki hafa tekið þátt í að beita Sigrúnu óeðlilegum þrýstingi til að fá hana til að falla frá ásökunum sínum.

Sakar biskup um rangfærslur

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði Ólaf Skúlason fyrrverandi biskup um kynferðisbrot gegn sér fyrir fjórtán árum, sakar Karl Sigurbjörnsson núverandi biskup um rangfærslur í orðsendingu til fjölmiðla í gær. Þar sagði Karl að hann hefði ekki tekið þátt í því að þagga mál Sigrúnar Pálínu niður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×