Innlent

Sakar biskup um rangfærslur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigrrún Pálína sakar Karl Sigurbjörnsson um rangfærslur.
Sigrrún Pálína sakar Karl Sigurbjörnsson um rangfærslur.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði Ólaf Skúlason fyrrverandi biskup um kynferðisbrot gegn sér fyrir fjórtán árum, sakar Karl Sigurbjörnsson núverandi biskup um rangfærslur í orðsendingu til fjölmiðla í gær. Þar sagði Karl að hann hefði ekki tekið þátt í því að þagga mál Sigrúnar Pálínu niður.

„Það er auðvitað með ólíkindum að Karl skuli ekki umgangast sannleikann með meiri virðingu en þetta, að hann snýr öllu á haus til að það líti betur út fyrir sig og Ólaf," segir Sigrún Pálína.

Í yfirlýsingunni rifjar Sigrún Pálína upp að þann 11. mars 1996 hafi Ólafur Skúlason sent kröfu um opinbera rannsókn og málshöfðun vegna rangs sakarburðar og ærumeiðandi aðdróttana til ríkissaksóknara. Sakborningar hafi verið hún sjálf, Stefanía Þorgrímsdóttir ásamt þeirri þriðju. Sú fjórða hafi ekki verið ákærð vegna þess að hún hafði skrifað undir yfirlýsingu þar sem hún dró framburð sinn til baka, fyrir tilstuðlan Karls Sigurbjörnssonar.




Tengdar fréttir

Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs

Karl Sigurbjörnsson biskup segir að á Íslandi séu menn saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, kirkjan geti því lítið aðhafst í tengslum við ásakanir á hendur forvera sínum, Ólafi Skúlasyni. Aðrir og æðri dómstólar fari yfir hans mál.

Skriftarbarn getur ekki bundið samvisku prestsins

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar séra Geirs Waage og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði Sveinn að þagnarskylda presta gagnvart sóknarbörnum væri algjöra og þar væri engan milliveg að finna.

Sigrún Pálína: Karl og Hjálmar reyndu að þagga niður í mér

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að eftir misheppnaðar sáttatilraunir við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, hafi Karl Sigurbjörnsson, núverandi biskup, og Hjálmar Jónsson, núverandi Dómkirkjuprestur, reynt að þagga niður í henni. Karl hafi meðal annars vísað til þess að hún ekki gert sjúkri móður sinni það að halda málinu til streitu. Sjálfur segist Karl ekki hafa tekið þátt í að beita Sigrúnu óeðlilegum þrýstingi til að fá hana til að falla frá ásökunum sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×