Innlent

Birgitta ber í tunnur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir var á meðal mótmælenda á Austurvelli i´dag. Mynd/ HKS.
Birgitta Jónsdóttir var á meðal mótmælenda á Austurvelli i´dag. Mynd/ HKS.
Þingmenn ræða enn fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár en 1. umræða um það hófst klukkan tvö í dag. Það aftrar þó ekki þingkonunni Birgittu Jónsdóttur frá því að taka þátt í mótmælunum en hún hefur staðið á Austurvelli í dag á meðal annarra mótmælenda og barið í tunnur.

Boðað var til mótmæla klukkan tvö í dag. Eins og þegar hefur verið greint frá eru mótmælin fremur fámenn en hávaðinn af tunnuslættinum heyrist vel inn í þinghúsið.

Birgitta er í launalausu leyfi frá þingstörfum þessa dagana og getur því beitt sér af fullum krafti í mótmælunum. Framboð Birgittu Jónsdóttur, og Hreyfingarinnar, var einmitt sprottið upp úr Búsáhaldabyltingunni sem varð í byrjun árs 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×