Innlent

Björgvin segir af sér formennsku í þingflokknum

Björgvin G. Sigurðsson segir af sér formennsku í þingflokknum. Mynd/ Valgarður.
Björgvin G. Sigurðsson segir af sér formennsku í þingflokknum. Mynd/ Valgarður.
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ætlar að segja af sér formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Björgvin var einn þeirra sjö sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins.

Björgvin sagðist í samtali við fréttastofu RÚV ætla að hvetja til þess að landsdómur verði kallaður saman. Það væri eina leiðin til að skera úr um þær ávirðingar sem komi fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Aðspurður sagði Björgvin þó ekki að það blasti við að hann myndi segja af sér þingmennsku vegna skýrslunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×