Innlent

Afhenda lista til Alþingis

Sjúkrahúsið á selfossi
Sunnlendingar ætla að safnast saman við sjúkrahúsið á Selfossi kl. 14:30 á fimmtudag og aka þaðan til Reykjavíkur.
Sjúkrahúsið á selfossi Sunnlendingar ætla að safnast saman við sjúkrahúsið á Selfossi kl. 14:30 á fimmtudag og aka þaðan til Reykjavíkur.

Íbúar á Suðurlandi hafa nú hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum niður­skurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Undirskriftarskjalið er áskorun Sunnlendinga til ríkisstjórnarinnar og Alþingis að tryggja að sjúkrahúsunum á Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn verði ekki lokað eins og ætlunin er með fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011. Forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðherrum verður afhentur undirskriftalistinn við Alþingishúsið á fimmtudaginn 11. nóvember kl. 16.00. - sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×