Elsta konan og yngsti karlinn sitja saman 6. nóvember 2010 15:37 Vinnan á Þjóðfundinum í Laugardalshöll er í fullum gangi en þar situr nú fólk á öllum aldri við að leggja upp það sem því finnst mikilvægast fyrir sáttmála hins nýja Íslands, stjórnarskrána sem stjórnlagaþingið á að setja saman. Elsti þjóðfundargesturinn er kominn á tíræðisaldur, 91 árs karlmaður, en elsta konan er 89 ára gömul. Hún situr við hliðina á yngsta karlinum fundinum sem er 18 ára. Viðmælendur fréttastofu segja góðan anda á fundinum. Útvarpsmaðurinn Hemmi Gunn, er einn þjóðfundargesta, telur að út úr þessari vinnu komi gullmolar fyrir stjórnlagaþingið. Hann sagði jafnfamt við fréttastofu að við fengjum betra og mannlegra þjóðfélag, laust við græðgi og útkoman yrði sú að við færum að haga okkur eins og fólk. Friðrik Indriðason, fréttamaður á Vísi og Bylgjunni er einnig þjóðfundarfulltrúi og segir margt rætt þar, meðal annars hvort landið eigi að vera eitt kjördæmi, hvort fækka eigi þingmönnum, takmarka fjölda kjörtímabila sem þeir megi sitja, taka upp persónukjör, og aðskilja ríki og kirkju svo eitthvað sé nefnt. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi fundarins, sagðist í samtali við fréttastofu að flestir sem hún hefði rætt við væru bjartsýnir á að vinnan á þjóðfundinum ætti eftir að gagnast stjórnlagaþinginu. Nærri eitt þúsund Íslendingar sitja fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki. Fundurinn stendur til klukkan sex en tilgangur hans er fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni. Sjö manna stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing. Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/Pjetur Tengdar fréttir Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00 Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6. nóvember 2010 12:58 Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32 Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6. nóvember 2010 14:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vinnan á Þjóðfundinum í Laugardalshöll er í fullum gangi en þar situr nú fólk á öllum aldri við að leggja upp það sem því finnst mikilvægast fyrir sáttmála hins nýja Íslands, stjórnarskrána sem stjórnlagaþingið á að setja saman. Elsti þjóðfundargesturinn er kominn á tíræðisaldur, 91 árs karlmaður, en elsta konan er 89 ára gömul. Hún situr við hliðina á yngsta karlinum fundinum sem er 18 ára. Viðmælendur fréttastofu segja góðan anda á fundinum. Útvarpsmaðurinn Hemmi Gunn, er einn þjóðfundargesta, telur að út úr þessari vinnu komi gullmolar fyrir stjórnlagaþingið. Hann sagði jafnfamt við fréttastofu að við fengjum betra og mannlegra þjóðfélag, laust við græðgi og útkoman yrði sú að við færum að haga okkur eins og fólk. Friðrik Indriðason, fréttamaður á Vísi og Bylgjunni er einnig þjóðfundarfulltrúi og segir margt rætt þar, meðal annars hvort landið eigi að vera eitt kjördæmi, hvort fækka eigi þingmönnum, takmarka fjölda kjörtímabila sem þeir megi sitja, taka upp persónukjör, og aðskilja ríki og kirkju svo eitthvað sé nefnt. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi fundarins, sagðist í samtali við fréttastofu að flestir sem hún hefði rætt við væru bjartsýnir á að vinnan á þjóðfundinum ætti eftir að gagnast stjórnlagaþinginu. Nærri eitt þúsund Íslendingar sitja fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki. Fundurinn stendur til klukkan sex en tilgangur hans er fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni. Sjö manna stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing. Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/Pjetur
Tengdar fréttir Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00 Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6. nóvember 2010 12:58 Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32 Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6. nóvember 2010 14:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00
Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6. nóvember 2010 12:58
Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32
Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6. nóvember 2010 14:00