Innlent

Lagði niður nefnd sem átti að endurskoða lög um erlenda fjárfesting

Gylfi Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra, lagði í fyrra niður nefnd sem átti að endurskoða lög um erlenda fjárfestingu. Forveri hans skipaði nefndina árið 2007.

Þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, skipaði í nóvember 2007 nefnd til að endurskoða ákvæði gildandi laga um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri. En það eru lögin sem Magma í Svíþjóð studdist við þegar fyrirtækið fékk heimild til að kaupa HS orku.

Nefndin var skipuð fulltrúum allra þingflokka, fjögurra ráðuneyta, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, ASÍ og fleiri aðila. Nefndin hélt átta fundi fram að vorinu 2008 en tók sér þá hlé frá störfum og áætlaði að koma aftur saman um haustið. En þá hrundi íslenska bankakerfið og menn urðu uppteknir af öðrum hlutum og í október 2009 leysti Gylfi Magnússon núverandi viðskiptaráðherra nefndina frá störfum.

Á meðan nefndin starfaði var samþykkur bandormur á Alþingi þar sem gerðar voru breytingar á ýmsum lögum varðandi auðlindir landsins, nýtingu á þeim og takmörkunum á aðkomu útlendinga að þeim. Þá eru takmarkanir á eignarhaldi útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjum að finna í lögum um stjórn fiskveiða.

Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að innan nefndarinnar hafi verið sjónarmið um að réttast væri að afnema lögin um erlenda fjárfestingu í heilu lagi, vegna áðurnefndra sérlaga sem settu slíkum fjárfestingu takmarkanir.

Þar með hefði nefnd um erlenda fjárfestingu, sem tvívegis hefur úrskurðar um eignarhald Magma á HS orku, verið leyst upp. Þá hefði mál Magma væntanlega komið með beinni hætti inn á borð viðskiptaráðherra og jafnvel fleiri ráðherra. En nefnd um erlenda fjárfestingu hefur nánast ráðherravald í úrskurðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×