Enski boltinn

Hodgson: Torres á bekknum af læknisráði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hodgson með aðstoðarmönnum sínum í gær.
Hodgson með aðstoðarmönnum sínum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að það hafi verið samkvæmt læknisráði að hann ákvað að vera með Fernando Torres á bekknum í leiknum gegn Utrecht í Evrópudeild UEFA í gær.

Hodgson lýsti því yfir í gær, fyrir leikinn, að Torres myndi byrja. Hann hafði ekki skorað í fjórum leikjum í röð og því væri þetta kjörið tækifæri fyrir hann að komast aftur í gang en Liverpool mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

„Ég skipti um skoðun hvað Torres varðar. Ég var að íhuga það alvarlega að láta hann byrja en læknunum og sjúkraþjálfurunum fannst það ekki skynsamlegt," sagði Hodgson.

Hodgson baðst afsökunar á því að hafa gengið á bak orða sinna en réttlæti þá ákvörðun sína að vera með Torres á bekknum í gær.

„Ástæðan fyrir því að Fernando var á bekknum var sú að það var enginn annar sem kom til greina - allir aðrir höfðu farið í ferðalag með ungmennaliðinu."

„En ég hef ekki ætlast til mikils af leikmönnum eins og honum, Raul Mereiles, Glen Johnson og Steven Gerrard. Þeir hafa yfirleitt fengið frí í útileikjunum í Evrópudeildinni en við höfum látið þá taka meira þátt í heimaleikjunum."

„Ef það er hópur leikmanna sem þarf aldrei að koma í ákveðna leiki gæti það orðið til aðgreiningar innan leikmannahópsins," sagði Hodgson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×