Myndband Berndsen á kvikmyndahátíðina í LA 6. maí 2010 09:00 Davíð og Helgi stefna á að fara til Los Angeles og sýna myndbandið við lagið Supertime. Fréttablaðið/Anton „Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! - fékk sjokk þegar ég sá þau," segir söngvarinn Davíð Berndsen. Myndbandið við Supertime, lag Berndsens, hefur verið valið til sýningar á kvikmyndahátíðinni Los Angeles Film Festival í júní. Hátíðin er ein sú stærsta í heiminum sem sýnir óháðar myndir, en á hátíðinni er sérdagskrá helguð tónlistarmyndböndum. Berndsen er þar í fríðu föruneyti því myndbönd Bobs Dylan og hljómsveitanna MGMT og Coldplay eru í sama flokki. Myndbandinu var leikstýrt af Helga Jóhannssyni og hefur hann verið beðinn um að mæta á hátíðina og taka þátt í pallborðsumræðu um myndbandið og framleiðslu þess. „Við stefnum báðir að því að fara á hátíðina, ef kreppan nær ekki að koma í veg fyrir það," segir Berndsen og bætir við að um góða kynningu sé að ræða þar sem um 80.000 gestir séu væntanlegir á hátíðina. Myndbandið við Supertime hefur vakið talsverða athygli síðan það var frumsýnt í ágúst í fyrra. Myndbandið hefur verið skoðað um 250.000 sinnum á Youtube og fylgdi einnig með snjóbrettamyndinni The Came From sem hefur verið dreift víða um heim. - afb Myndbandið má sjá hér á YouTube. Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! - fékk sjokk þegar ég sá þau," segir söngvarinn Davíð Berndsen. Myndbandið við Supertime, lag Berndsens, hefur verið valið til sýningar á kvikmyndahátíðinni Los Angeles Film Festival í júní. Hátíðin er ein sú stærsta í heiminum sem sýnir óháðar myndir, en á hátíðinni er sérdagskrá helguð tónlistarmyndböndum. Berndsen er þar í fríðu föruneyti því myndbönd Bobs Dylan og hljómsveitanna MGMT og Coldplay eru í sama flokki. Myndbandinu var leikstýrt af Helga Jóhannssyni og hefur hann verið beðinn um að mæta á hátíðina og taka þátt í pallborðsumræðu um myndbandið og framleiðslu þess. „Við stefnum báðir að því að fara á hátíðina, ef kreppan nær ekki að koma í veg fyrir það," segir Berndsen og bætir við að um góða kynningu sé að ræða þar sem um 80.000 gestir séu væntanlegir á hátíðina. Myndbandið við Supertime hefur vakið talsverða athygli síðan það var frumsýnt í ágúst í fyrra. Myndbandið hefur verið skoðað um 250.000 sinnum á Youtube og fylgdi einnig með snjóbrettamyndinni The Came From sem hefur verið dreift víða um heim. - afb Myndbandið má sjá hér á YouTube.
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira