Klúðruðu milljarðakröfu gegn Stím-feðgum - málið ekki dómtækt Valur Grettisson skrifar 19. október 2010 17:06 Héraðsdómur Reykjavíkur. Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Bankinn krafðist upprunalega rúmlega 10 milljónir svissneskra franka af félögunum, sem reiknast um 1,2 milljarður á núverandi gengi. Um er að ræða einkamál sem bankinn höfðaði gegn félagi sem heitir JV ehf., en hét áður Jakob Valgeir ehf., og er í Bolungarvík. Þá var Ofjarli ehf., sem er í eigu Flosa, og eignarhaldsfélaginu Gafli einnig stefnt í október 2009. Einkamálið var höfðað vegna lána sem útgerð þeirra feðga í Bolungarvík tók í erlendri mynt, það er að segja í svissneskum frönkum. Lánið tvöfaldaðist eftir að krónan féll og á þeim forsendum mótmæltu feðgarnir kröfu Landsbankans. Félögin Ofjarl og Gafl, gengust í ábyrgð fyrir lánið. Dómur féll í málinu í dag og var málinu vísað frá vegna þess að það þótti ekki dómtækt og var „óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi" eins og segir orðrétt í dóminum. Ástæðan fyrir því að mál Landsbankans var svona óljóst var vegna þess að bankinn breytti kröfugerð sinni í miðjum málaferlum. Lögmaður feðganna mótmælti nýju kröfugerðinni og taldi hana koma of seint fram. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: „Í hinni nýju kröfugerð stefnanda eru gerðar kröfur á hendur „stefnda" án þess að getið sé við hvern af hinum þremur stefndu í málinu sé átt við. Ekki er gerð krafa um greiðslu in solidum eins og gert var í stefnu enda á það vart við þar sem stefnda er getið í eintölu í nýju kröfugerðinni. Af hálfu stefnanda hefur ekki komið fram að hann óski eftir að falla frá málinu á hendur einhverjum stefndu. Þvert á móti ber yfirskrift skjals er inniheldur hina breyttu kröfugerð með sér að málið sé á hendur hinum þremur stefndu einkahlutafélögum." Jakob Valgeir komst fyrst í fréttirnar stuttu eftir bankahrunið 2008 vegna tengsla sinna við eignarhaldsfélagið Stím ehf. Það félag er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara auk þess sem það er veigamikill þáttur í stefnu Glitnis gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni og aðilum tengdum honum í einkamáli bankans gegn þeim í New York. Stímfeðgarnir Jakob Valgeir og Flosi hafa átt í rekstrarerfiðleikum með útgerðarfélag sitt Jakob Valgeir ehf., þrátt fyrir að hafa flutt línuskipið Þorlák og 40 prósent af kvóta skipsins af gamalli kennitölu yfir á aðra kennitölu í upphafi síðasta árs. Stím málið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Bankinn krafðist upprunalega rúmlega 10 milljónir svissneskra franka af félögunum, sem reiknast um 1,2 milljarður á núverandi gengi. Um er að ræða einkamál sem bankinn höfðaði gegn félagi sem heitir JV ehf., en hét áður Jakob Valgeir ehf., og er í Bolungarvík. Þá var Ofjarli ehf., sem er í eigu Flosa, og eignarhaldsfélaginu Gafli einnig stefnt í október 2009. Einkamálið var höfðað vegna lána sem útgerð þeirra feðga í Bolungarvík tók í erlendri mynt, það er að segja í svissneskum frönkum. Lánið tvöfaldaðist eftir að krónan féll og á þeim forsendum mótmæltu feðgarnir kröfu Landsbankans. Félögin Ofjarl og Gafl, gengust í ábyrgð fyrir lánið. Dómur féll í málinu í dag og var málinu vísað frá vegna þess að það þótti ekki dómtækt og var „óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi" eins og segir orðrétt í dóminum. Ástæðan fyrir því að mál Landsbankans var svona óljóst var vegna þess að bankinn breytti kröfugerð sinni í miðjum málaferlum. Lögmaður feðganna mótmælti nýju kröfugerðinni og taldi hana koma of seint fram. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: „Í hinni nýju kröfugerð stefnanda eru gerðar kröfur á hendur „stefnda" án þess að getið sé við hvern af hinum þremur stefndu í málinu sé átt við. Ekki er gerð krafa um greiðslu in solidum eins og gert var í stefnu enda á það vart við þar sem stefnda er getið í eintölu í nýju kröfugerðinni. Af hálfu stefnanda hefur ekki komið fram að hann óski eftir að falla frá málinu á hendur einhverjum stefndu. Þvert á móti ber yfirskrift skjals er inniheldur hina breyttu kröfugerð með sér að málið sé á hendur hinum þremur stefndu einkahlutafélögum." Jakob Valgeir komst fyrst í fréttirnar stuttu eftir bankahrunið 2008 vegna tengsla sinna við eignarhaldsfélagið Stím ehf. Það félag er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara auk þess sem það er veigamikill þáttur í stefnu Glitnis gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni og aðilum tengdum honum í einkamáli bankans gegn þeim í New York. Stímfeðgarnir Jakob Valgeir og Flosi hafa átt í rekstrarerfiðleikum með útgerðarfélag sitt Jakob Valgeir ehf., þrátt fyrir að hafa flutt línuskipið Þorlák og 40 prósent af kvóta skipsins af gamalli kennitölu yfir á aðra kennitölu í upphafi síðasta árs.
Stím málið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira