Vilja gjörbylta húsnæðislánakerfinu 24. september 2010 12:01 Hagsmunasamtök heimilanna vilja gjörbreyta húsnæðislánakerfi landsmanna - þar sem þak yrði meðal annars sett á verðbætur svo bankar verði virkari þátttakendur í að halda stöðugleika í landinu. Samtökin lögðu fram kröfugerð um leiðréttingar og hugmyndir um nýtt húsnæðislánakerfi á blaðamannafundi í morgun - og kölluðu grunn að þjóðarsátt. Hagsmunasamtökin hafa verið virk í baráttu fyrir leiðréttingu á skuldum heimilanna allt frá hruni. Segja má að nú hafi samtökin sameinað hugmyndir sínar og lagt fram ítarlega greinargerð sem kölluð er grunnur að þjóðarsátt. Annars vegar eru þar kröfur um leiðréttingu á húsnæðislánum og hins vegar tillaga að nýju húsnæðiskerfi. Samtökin benda á að skuldastaða íslenskra heimila hafi farið síversnandi frá árinu 1980 og sé nú komin í um 300% af árs-ráðstöfunartekjum, sem sé ein sú hæsta innan iðnríkja heims. Hundruð heimila hafa farið á nauðungaruppboð á þessu ári - og búist er við holskeflu þegar frestir sem fólk fékk renna út. Kröfur Hagsmunasamtakanna um leiðréttingu á húsnæðislánum eru á svipuðum nótum og samtökin hafa hingað til talað fyrir. Þau vilja að öllum erlendum lánum, ekki bara þeim gengistryggðu sem voru dæmd ólögleg, verði breytt í verðtryggð krónulán miðað við stöðu þeirra í árslok 2007. Hvað varðar verðtryggð lán vilja samtökin að höfuðstóll þeirra verði stilttur á stöðu lánsins eins og það var í árslok 2007. Frá þeim tíma verði sett fjögurra prósenta þak á verðbætur. En það er sú tala sem Seðlabankinn hefur notað sem efri vikmörk á sín verðbólgumarkmið. Samtökin telja að bankar og fjármálastofnanir aðrar ráði við þetta - og rökstyðja það ítarlegar en hægt er að segja frá hér. Þá er það hinn liður þjóðarsáttarinnar sem Hagsmunasamtökin leggja til - en það er nýtt húsnæðislánakerfi sem dregur dám af fyrrgreindum leiðréttingum. Samtökin vilja að sett verði fjögurra prósenta þak á árlegar verðbætur verðtryggðra lána. Þakið verði síðan lækkað í þrepum þar til verðtrygging verði aflögð. Einnig að sett verði 5-6 prósenta þak á óverðtryggða vexti húsnæðislána Með þessu þaki verði fjármálafyrirtæki virkari í að kom á fjármálastöðugleika. Við núverandi aðstæður geti óstöðugleiki og þensla í sumum tilvikum haft jákvæð áhrif á afkomu fjármálafyrirtækja. Hagsmunasamtökin telja mikilvægt að allir stærri leikendur í hagkerfinu taki þátt í að halda niðri verðbólgu. Með þaki verði innbyggður hvati til að halda niðri verðbólgu. Auk þess telja þau mikilvægt að lántakendur greiði upp lán þegar skipt er um húsnæði - þannig geti bankar fjármagnað sig til skemmri tíma í einu - og sú fjármögnun þurfi ekki að taka mið af framtíðarsveiflum. Þá segja samtökin að tími ákvörðunarfælni stjórnvalda og fjármálafyrirtækja sé liðinn - kreppan muni dýpka ef ekki verði gripið til víðtækra aðgerða - heimilin geti ekki staðið af sér enn einn hamfaravetur. Samtökin hyggja nú á fundaherferð til að kynna tillögur sínar fyrir þingflokkum og fjármálafyrirtækjum. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna vilja gjörbreyta húsnæðislánakerfi landsmanna - þar sem þak yrði meðal annars sett á verðbætur svo bankar verði virkari þátttakendur í að halda stöðugleika í landinu. Samtökin lögðu fram kröfugerð um leiðréttingar og hugmyndir um nýtt húsnæðislánakerfi á blaðamannafundi í morgun - og kölluðu grunn að þjóðarsátt. Hagsmunasamtökin hafa verið virk í baráttu fyrir leiðréttingu á skuldum heimilanna allt frá hruni. Segja má að nú hafi samtökin sameinað hugmyndir sínar og lagt fram ítarlega greinargerð sem kölluð er grunnur að þjóðarsátt. Annars vegar eru þar kröfur um leiðréttingu á húsnæðislánum og hins vegar tillaga að nýju húsnæðiskerfi. Samtökin benda á að skuldastaða íslenskra heimila hafi farið síversnandi frá árinu 1980 og sé nú komin í um 300% af árs-ráðstöfunartekjum, sem sé ein sú hæsta innan iðnríkja heims. Hundruð heimila hafa farið á nauðungaruppboð á þessu ári - og búist er við holskeflu þegar frestir sem fólk fékk renna út. Kröfur Hagsmunasamtakanna um leiðréttingu á húsnæðislánum eru á svipuðum nótum og samtökin hafa hingað til talað fyrir. Þau vilja að öllum erlendum lánum, ekki bara þeim gengistryggðu sem voru dæmd ólögleg, verði breytt í verðtryggð krónulán miðað við stöðu þeirra í árslok 2007. Hvað varðar verðtryggð lán vilja samtökin að höfuðstóll þeirra verði stilttur á stöðu lánsins eins og það var í árslok 2007. Frá þeim tíma verði sett fjögurra prósenta þak á verðbætur. En það er sú tala sem Seðlabankinn hefur notað sem efri vikmörk á sín verðbólgumarkmið. Samtökin telja að bankar og fjármálastofnanir aðrar ráði við þetta - og rökstyðja það ítarlegar en hægt er að segja frá hér. Þá er það hinn liður þjóðarsáttarinnar sem Hagsmunasamtökin leggja til - en það er nýtt húsnæðislánakerfi sem dregur dám af fyrrgreindum leiðréttingum. Samtökin vilja að sett verði fjögurra prósenta þak á árlegar verðbætur verðtryggðra lána. Þakið verði síðan lækkað í þrepum þar til verðtrygging verði aflögð. Einnig að sett verði 5-6 prósenta þak á óverðtryggða vexti húsnæðislána Með þessu þaki verði fjármálafyrirtæki virkari í að kom á fjármálastöðugleika. Við núverandi aðstæður geti óstöðugleiki og þensla í sumum tilvikum haft jákvæð áhrif á afkomu fjármálafyrirtækja. Hagsmunasamtökin telja mikilvægt að allir stærri leikendur í hagkerfinu taki þátt í að halda niðri verðbólgu. Með þaki verði innbyggður hvati til að halda niðri verðbólgu. Auk þess telja þau mikilvægt að lántakendur greiði upp lán þegar skipt er um húsnæði - þannig geti bankar fjármagnað sig til skemmri tíma í einu - og sú fjármögnun þurfi ekki að taka mið af framtíðarsveiflum. Þá segja samtökin að tími ákvörðunarfælni stjórnvalda og fjármálafyrirtækja sé liðinn - kreppan muni dýpka ef ekki verði gripið til víðtækra aðgerða - heimilin geti ekki staðið af sér enn einn hamfaravetur. Samtökin hyggja nú á fundaherferð til að kynna tillögur sínar fyrir þingflokkum og fjármálafyrirtækjum.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira