Íslenski boltinn

Heimir: Of erfiðar æfingar hjá mér í vikunni

Valur Smári Heimisson skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. Mynd/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var í skýjunum eftir 3-1 sigur á Val þar sem Eyjamenn komu sér aftur á topp deildarinnar eftir kaflaskiptan leik.

„Ég verð nú bara að vera heiðarlegur. Við vorum bara ógeðslega lélegir í fyrri hálfleik. Við virkuðum þungir og það voru sennilega búnar að vera of erfiðar æfingar hjá mér í vikunni. En í seinni hálfleik kom alla annað lið inná og tókum okkur saman í andlitinu og gerðum skemmtilega skiptingar," sagði Heimir.

„Það er enginn vafi á því að þeir áttu fyrri hálfleikinn samt sem áður en þeir voru ekki að skapa sér góð færi. Þó svo að þetta mark var svolítil grís þá áttu þeir svo sannarlega skilið að vera 1-0 yfir í hálfleik," sagði Heimir sem gerði tvær skiptingar í hálfleik.

„Þessar skiptingar virkuðu heldur betur strax á fyrstu 10 mínútunum. Tryggvi fór út á hægri kant til að geta komið inn af kantinum og skotið, Danien átti að geta tekið við boltanum af miðjumönnum, snúið sér við og skotið á markið. Það virkaði heldur betur vel," sagði Heimir hálf hlæjandi eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×