Segir samkeppni ekki virka og olíufélögin gefa villandi svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2010 12:00 Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Mynd/ Vilhelm Talsmaður neytenda segir að tölur um álagningu á bensíni sýni að samkeppnin á markaðnum sé ekki að virka. Álagning á bensínlítrann er umtalsvert hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Til dæmis er álagningin tvöfalt hærri hér en í Svíþjóð. Fréttablaðið greinir frá því í dag og að meðalálagning á bensínlítrann á sjálfsafgreiðslustöðvum hafi verið tvöfalt hærri hér á landi en í Svíþjóð á síðasta ári. Blaðið vitnar í tölur frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda en samkvæmt þeim var meðalálagning á hvern seldan bensínlitra þrjátíu og ein króna á síðasta ári. Í Svíþjóð var sambærileg upphæð fjórtán krónur. Í Danmörku var álagningin tuttugu krónur og tuttugu og átta krónur í Noregi. „Ég held að þarna sýni sig skortur á samkeppni bæði í bensínsölu og flutningageiranum," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Gísli segir að íslenskir neytendur eigi að búa við samkeppnisumhverfi, en það sé ekki að virka. Fréttablaðið hefur eftir Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1, í blaðinu í dag að olíufélögin gefi öll afslætti ofan á listaverð. Nettóálagningin sé töluvert lægri þegar dæmið sé gert upp. „Það finnst mér nú bara villandi svör. Ef listaverð er bara til sýnis til þess að gefa afslætti frá er rétt að breyta því. Menn eiga bara að vera með raunverð, í stað þess að vera í þessum sífellda leik með listaverð og afslætti frá listaverði, tel ég," segir Gísli Tryggvason. Hann segir að full ástæða sé til að kanna hvort það sé hreinlega ekki hrein fákeppni á þessum markaði hér á landi. Gísli segir aðspurður að FÍB hafi staðið sig mjög vel í hagsmunagæslu fyrir bifreiðaeigendur en hann geti spurt spurninga og gert athugasemdir, sem talsmaður neytenda, og hyggst hann gera það. Ekki náðist í Hermann Guðmundsson, forstjóra N1 í morgun. Þá svaraði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, ekki skilaboðum fréttastofu. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Talsmaður neytenda segir að tölur um álagningu á bensíni sýni að samkeppnin á markaðnum sé ekki að virka. Álagning á bensínlítrann er umtalsvert hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Til dæmis er álagningin tvöfalt hærri hér en í Svíþjóð. Fréttablaðið greinir frá því í dag og að meðalálagning á bensínlítrann á sjálfsafgreiðslustöðvum hafi verið tvöfalt hærri hér á landi en í Svíþjóð á síðasta ári. Blaðið vitnar í tölur frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda en samkvæmt þeim var meðalálagning á hvern seldan bensínlitra þrjátíu og ein króna á síðasta ári. Í Svíþjóð var sambærileg upphæð fjórtán krónur. Í Danmörku var álagningin tuttugu krónur og tuttugu og átta krónur í Noregi. „Ég held að þarna sýni sig skortur á samkeppni bæði í bensínsölu og flutningageiranum," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Gísli segir að íslenskir neytendur eigi að búa við samkeppnisumhverfi, en það sé ekki að virka. Fréttablaðið hefur eftir Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1, í blaðinu í dag að olíufélögin gefi öll afslætti ofan á listaverð. Nettóálagningin sé töluvert lægri þegar dæmið sé gert upp. „Það finnst mér nú bara villandi svör. Ef listaverð er bara til sýnis til þess að gefa afslætti frá er rétt að breyta því. Menn eiga bara að vera með raunverð, í stað þess að vera í þessum sífellda leik með listaverð og afslætti frá listaverði, tel ég," segir Gísli Tryggvason. Hann segir að full ástæða sé til að kanna hvort það sé hreinlega ekki hrein fákeppni á þessum markaði hér á landi. Gísli segir aðspurður að FÍB hafi staðið sig mjög vel í hagsmunagæslu fyrir bifreiðaeigendur en hann geti spurt spurninga og gert athugasemdir, sem talsmaður neytenda, og hyggst hann gera það. Ekki náðist í Hermann Guðmundsson, forstjóra N1 í morgun. Þá svaraði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, ekki skilaboðum fréttastofu.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira