Segir samkeppni ekki virka og olíufélögin gefa villandi svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2010 12:00 Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Mynd/ Vilhelm Talsmaður neytenda segir að tölur um álagningu á bensíni sýni að samkeppnin á markaðnum sé ekki að virka. Álagning á bensínlítrann er umtalsvert hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Til dæmis er álagningin tvöfalt hærri hér en í Svíþjóð. Fréttablaðið greinir frá því í dag og að meðalálagning á bensínlítrann á sjálfsafgreiðslustöðvum hafi verið tvöfalt hærri hér á landi en í Svíþjóð á síðasta ári. Blaðið vitnar í tölur frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda en samkvæmt þeim var meðalálagning á hvern seldan bensínlitra þrjátíu og ein króna á síðasta ári. Í Svíþjóð var sambærileg upphæð fjórtán krónur. Í Danmörku var álagningin tuttugu krónur og tuttugu og átta krónur í Noregi. „Ég held að þarna sýni sig skortur á samkeppni bæði í bensínsölu og flutningageiranum," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Gísli segir að íslenskir neytendur eigi að búa við samkeppnisumhverfi, en það sé ekki að virka. Fréttablaðið hefur eftir Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1, í blaðinu í dag að olíufélögin gefi öll afslætti ofan á listaverð. Nettóálagningin sé töluvert lægri þegar dæmið sé gert upp. „Það finnst mér nú bara villandi svör. Ef listaverð er bara til sýnis til þess að gefa afslætti frá er rétt að breyta því. Menn eiga bara að vera með raunverð, í stað þess að vera í þessum sífellda leik með listaverð og afslætti frá listaverði, tel ég," segir Gísli Tryggvason. Hann segir að full ástæða sé til að kanna hvort það sé hreinlega ekki hrein fákeppni á þessum markaði hér á landi. Gísli segir aðspurður að FÍB hafi staðið sig mjög vel í hagsmunagæslu fyrir bifreiðaeigendur en hann geti spurt spurninga og gert athugasemdir, sem talsmaður neytenda, og hyggst hann gera það. Ekki náðist í Hermann Guðmundsson, forstjóra N1 í morgun. Þá svaraði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, ekki skilaboðum fréttastofu. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Talsmaður neytenda segir að tölur um álagningu á bensíni sýni að samkeppnin á markaðnum sé ekki að virka. Álagning á bensínlítrann er umtalsvert hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Til dæmis er álagningin tvöfalt hærri hér en í Svíþjóð. Fréttablaðið greinir frá því í dag og að meðalálagning á bensínlítrann á sjálfsafgreiðslustöðvum hafi verið tvöfalt hærri hér á landi en í Svíþjóð á síðasta ári. Blaðið vitnar í tölur frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda en samkvæmt þeim var meðalálagning á hvern seldan bensínlitra þrjátíu og ein króna á síðasta ári. Í Svíþjóð var sambærileg upphæð fjórtán krónur. Í Danmörku var álagningin tuttugu krónur og tuttugu og átta krónur í Noregi. „Ég held að þarna sýni sig skortur á samkeppni bæði í bensínsölu og flutningageiranum," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Gísli segir að íslenskir neytendur eigi að búa við samkeppnisumhverfi, en það sé ekki að virka. Fréttablaðið hefur eftir Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1, í blaðinu í dag að olíufélögin gefi öll afslætti ofan á listaverð. Nettóálagningin sé töluvert lægri þegar dæmið sé gert upp. „Það finnst mér nú bara villandi svör. Ef listaverð er bara til sýnis til þess að gefa afslætti frá er rétt að breyta því. Menn eiga bara að vera með raunverð, í stað þess að vera í þessum sífellda leik með listaverð og afslætti frá listaverði, tel ég," segir Gísli Tryggvason. Hann segir að full ástæða sé til að kanna hvort það sé hreinlega ekki hrein fákeppni á þessum markaði hér á landi. Gísli segir aðspurður að FÍB hafi staðið sig mjög vel í hagsmunagæslu fyrir bifreiðaeigendur en hann geti spurt spurninga og gert athugasemdir, sem talsmaður neytenda, og hyggst hann gera það. Ekki náðist í Hermann Guðmundsson, forstjóra N1 í morgun. Þá svaraði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, ekki skilaboðum fréttastofu.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira