Innlent

Sektaður fyrir lausan graðfola

Nær fimmtugur maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að sleppa ógeltum fola í beitiland í Garðsárdal í Eyjafjarðarsveit. Þetta flokkast undir brot á búfjárlögum. Folinn fyljaði margar hryssur sem þar voru í hagagöngu.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm. Hann var dæmdur til að greiða 250 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu dómsins að telja, en sæta ella fangelsi í átján daga.- jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×