Innlent

Mikilvægar vísbendingar um refsiverða háttsemi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Tómas Magnússon ræddi rannsóknarskýrsluna í HR í dag. Mynd/ Stefán.
Sigurður Tómas Magnússon ræddi rannsóknarskýrsluna í HR í dag. Mynd/ Stefán.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má finna mikilvægar vísbendingar um umfangsmikla refsiverða háttsemi í rekstri fjármálastofnana og tengdra aðila. Þetta kom meðal annars fram í erindi Sigurðar Tómasar Magnússonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík, á ráðstefnu um rannsóknarskýrsluna sem fram fór í HR í dag.

Sigurður Tómas tók fram að skýrslan hefði þó ekki að geyma sönnunargögn sem myndu duga til sakfellingar fyrir dómi. Skýrslan gæti á hinn bóginn hjálpað til við öflun sönnunargagna. Í fréttatilkynningu frá HR vegna ráðstefnunnar kemur fram að Sigurður Tómas starfar einnig sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara. Ráðstefnan var haldin í samstarfi Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×