Enski boltinn

Bruce ánægður með að halda hreinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Bruce á hliðarlínunni í dag.
Steve Bruce á hliðarlínunni í dag. Nordic Photos / Getty Images

Steve Bruce, stjóri Sunderland, var ánægður með sigur sinna manna á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Danny Welbeck skoraði eina mark leiksins en með sigrinum komst Sunderland upp fyrir Bolton og í sjötta sæti deildarinnar.

„Þetta voru frábær úrslit fyrir okkur," sagði Bruce. „Við náðum að halda hreinu með smá baráttu og ég held að ekkert lið hafi oftar haldið hreinu en við."

„Tímabilið hefur gengið ágætlega hjá okkur. Við erum með ungt lið og frábæra liðsheild. Ef við lendum ekki í vandræðum með meiðsli er aldrei að vita hvað gerist hjá okkur."

„Það væri frábært ef þessu félagi tækist að komast í Evrópukeppni en við verðum að halda væntingum okkar í lágmarki og báða fætur á jörðinni."

Welbeck er lánsmaður frá Manchester United og hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni með Sunderland.

„Hann er að blómstra eins og er og það er frábært að sjá ungan leikmann eins og hann spila jafn vel og raunin er. Við erum með hann í hálft ár til viðbótar en þetta er afar efnilegur og spennandi leikmaður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×