Enski boltinn

Eigendur Blackburn: Höfum ekki rætt við Maradona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Nordic Photos / AFP
Fulltrúi eiganda Blackburn segir það ekki rétt sem fram hafi komið í enskum fjölmiðlum í gær að félagið hefði verið í sambandi við Diego Maradona.

Haft var eftir stjórnarformanni Venky's Group sem keypti Blackburn nýverið, Anuradha Desai, að félagið hefði fyrir nokkrum mánuðum haft samband við Maradona.

Hún hefur nú útskýrt hvernig þetta kom allt saman til. „Við erum með skrifstofur um allan heim og það var einhver í Suður-Ameríku sem þekkir til hans og hafði mælt með honum. Það gerðist áður en við keyptum Blackburn," sagði Desai.

„Meira er það ekki - það er bara einn vinur okkar sem þekkir hann. Við erum ekki að íhuga að ráða Maradona, hvorki nú né nokkurn tímann í framtíðinnni. Ég get fullyrt ykkur um að við höfum engin afskipti af Maradona."

Sam Allardyce var fyrr í vikunni rekinn úr starfi hjá Blackburn og mun Steve Kean stýra liðinu til loka leiktíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×