Innlent

Hafþór Júlíus er sterkasti maður landsins

Hafþór Júlíus Björnsson vegur 170 kíló.
Hafþór Júlíus Björnsson vegur 170 kíló.
Hafþór Júlíus Björnsson sigraði keppnina Sterkasti maður á Íslandi um helgina eftir mikla baráttu við Benedikt Magnússon, segir í frétt Víkurfrétta.

Sigurvegarinn er 21 árs, 2 metrar og 5 sentimetrar á hæð og vegur 170 kíló.

Sjö keppendur mættu til leiks. Úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en í síðustu grein, bóndagöngu og uxagöngu, segir í fréttinni.

Keppnin er á vegum Magnúsar Vers Magnússonar, sem eitt sinn var sterkasti maður heims.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×