Lífið

André skrifaði á Fésbókarsíðu Jóns Gnarr

André Bachmann sendi bréf sitt á rangan stað og því var málið á misskilningi byggt.
André Bachmann sendi bréf sitt á rangan stað og því var málið á misskilningi byggt.

„Okkur brá þegar við sáum þetta," segir Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra. André Bachmann sagðist í Fréttablaðinu í gær hafa beðið í fimm vikur eftir svari frá borgarstjóra um hvort hann vildi verða sérstakur gestur á jólahátíð hans 8. desember. Í stað hans fékk André forsetahjónin til að hlaupa í skarðið fyrir hann.

„Við höldum mjög vel utan um allar fyrirspurnir og fundum ekki neina fyrir­spurn hér," segir Regína. „Við hringdum í hann [André] og þá kom í ljós að hann hafði aldrei sent neina beiðni hingað en hafði hins vegar skrifað í „kommenta" kerfi borgarstjóra á Fésbókinni," segir hún.

Sú síða er rekin af Besta flokknum og skrifstofa borgarstjóra hefur því ekki umsjón með henni. Svo virðist því sem um leiðan misskilning hafi verið að ræða, enda er erfitt að fylgjast með fyrirspurnum á Fésbókarsíðunni sem eru þúsundir talsins.

„Ég er alveg sannfærð um að Jón hefði tekið vel í þetta erindi ef það hefði borist hingað," bætir Regína við. Hún segir að engin leiðindi séu á milli borgarstjórans og André. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að borgarstjóri fari á hátíðina á næsta ári."

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.