Enski boltinn

Owen klár í slaginn með United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen, leikmaður Manchester United.
Michael Owen, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Michael Owen segist vera leikfær og tilbúinn til að láta kveða af sér með Manchester United um jólin.

Owen hefur verið frá vegna meiðsla í vöðva aftan á læri síðan í október en hefur síðustu vikur verið að æfa á fullu með United.

„Ég er leikfær og hef verið að æfa í þrjár og hálfa viku," sagði Owen á heimasíðu félagsins.

„Það bíður mín nú það erfiða verkefni að komast aftur í hópinn en það er ekki auðvelt hjá félagi eins og Manchester United."

„Það eru margir góðir leikmenn hjá félaginu og það gerir manni kleift að taka allan þann tíma sem maður þarf til að jafna sig á meiðslum."

„Ég meiddist í byrjun október og var frá í sex vikur. Ég hef síðan fengið tíma til að koma mér hægt og rólega aftur í gott form. Nú er ég leikfær og vona að ég fái tækifæri til að spila eitthvað með liðinu um jólin."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×