Innlent

Geir: Við vorum gabbaðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ég sé mest eftir því að hafa verið aðili sem tók þátt í því að leyfa bönkunum að stækka svona mikið, sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Geir sagðist hafna því að hafa gerst sekur um vanrækslu. Þetta hafi hann sagt í erindi sínu til Rannsóknarnefndarinnar og rökstutt af hverju hann taldi svo vera. Hann sagði að það hefði fyrst og fremst verið ábyrgðaleysið í bönkunum sjálfum sem hefði orsakað það hvernig fór. Það væri ekki við stjórnvöld eða eftirlitsstofnanir að sakast.

Geir sagði jafnframt að stjórnvöld hefðu ekki haft hugmynd um að staða bankanna hefði verið jafn slæm og raun bar vitni. „Við stóðum í þeirri meiningu árin 2005, 2006 og 2007 að bankarnir væru að gera það mjög gott," sagði Geir. Stjórnvöld hefðu verið göbbuð að miklu leyti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×