Innlent

Fresta lokun göngudeildar

Akureyri.
Akureyri.

SÁÁ hefur ákveðið að fresta lokun göngudeildar á Akureyri en henni átti að loka 1. júní.

Ástæðan fyrir frestuninni er sú að Akureyrarbær ákvað að leggja göngudeildinni til fé sem nemur um fimmtíu prósentum af kostnaði við rekstur deildarinnar. Í framhaldi var ákveðið að reyna, í góðri samvinnu við bæjarráð Akureyrar og íbúana, að tryggja rekstur göngudeildarinnar.

Í frétt á vef SÁÁ segir að á árinu 2010 sé samtökunum ætlað að reka allt göngudeildarstarf fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir 40 milljónir króna. Kostnaðurinn við göngudeildarstarfið sé áætlaður rúmlega 100 milljónir króna. - jhh.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×