Innlent

Morðið í Hafnarfirði: Ákvörðun um varðhald liggur ekki fyrir

Mynd/Egill

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem handtekinn var í gær og grunaður er um aðild að dauða Hannesar Þórs Helgasonar. Að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi var ákveðið að halda manninum í fangageymslu í nótt.



Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir að það skýrist á næstu klukkustundum hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttablaðið greinir frá því í dag að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn. Það hefur ekki fengist staðfest.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×