Lífið

Skemmtu sér á Lakers-leik

Nýtt par Kim Kardashian og Gabriel Aubry skemmtu sér saman á körfuboltaleik.nordicphotos/getty
Nýtt par Kim Kardashian og Gabriel Aubry skemmtu sér saman á körfuboltaleik.nordicphotos/getty
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og fyrrverandi eiginmaður leikkonunnar Halle Berry, Gabriel Aubry, skelltu sér saman á körfuboltaleik með L.A. Lakers í vikunni. Samkvæmt tímaritinu UsMagazine.com hefur parið verið að stinga saman nefjum um nokkurt skeið.

Að sögn heimildarmanns kynntust Kardashian og Aubry í gegnum sameiginlegan vin. „Þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur núna og ákváðu að fara í fyrsta sinn út saman opinberlega á körfuboltaleikinn," var haft eftir vini Kardashian.

Aubry og Berry skildu í apríl á þessu ári en dvöldu saman í París í sumar þar sem hann passaði dóttur þeirra á meðan Berry var við tökur á nýrri kvikmynd. Kardashian hefur verið á lausu frá því hún hætti með kærasta sínum, íþróttamanninum Reggie Bush, í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.