Lífið

Japis opnuð á ný á netinu

Ásvaldur hyggst opna Japis.is á næstunn. Skeggið sem hann skartar á myndinni er sérstaklega tilkomið vegna hátíðar sem gengur í garð í næsta mánuði.
fréttablaðið/anton
Ásvaldur hyggst opna Japis.is á næstunn. Skeggið sem hann skartar á myndinni er sérstaklega tilkomið vegna hátíðar sem gengur í garð í næsta mánuði. fréttablaðið/anton

„Það verður að hafa trú á því að fólk borgi áfram fyrir tónlist því ef að það gerir það ekki endar það þannig að ekkert verður gefið út,“ segir Ásvaldur Friðriksson.

Ásvaldur hyggst opna hina fornfrægu verslun Japis á ný á næstunni. Verslunin verður þó ekki á Laugavegi, þar sem henni var lokað fyrir tæpum áratug, heldur á netinu á slóðinni Japis.is.

„Það er verið að setja upp netverslun með tónlist, DVD og afþreyingarefni,“ segir Ásvaldur. „Þar sem þetta nafn var hvorki upptekið í lénaskrá né annar staðar var tilvalið að nota það. Það þekkja voða margir Japis.“

Ásvaldur starfaði hjá Japis í gamla daga. „Svo kaupir Óttar Felix fyrirtækið og ég vann þar áfram í nokkur ár hjá honum. Svo kaupi ég af Óttari stóran hluta af því fyrirtæki.“

En óttastu ekki að opna netverslun með tónlist nú þegar sala á tónlist minnkar? „Jú, auðvitað gerir maður það. Ég er búinn að vera í þessu í áraraðir og salan er alltaf að síga niður á við. En þá er spurning um að aðlagast að nýrri tækni smátt og smátt,“ segir Ásvaldur. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.