Innlent

Nýja brúin heil - gamla fór á kaf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er allt á kafi eftir hlaupið. Mynd/ Valur G. Ragnarsson
Það er allt á kafi eftir hlaupið. Mynd/ Valur G. Ragnarsson
Vatn rennur nú undir brúna við Markarfljót og framhjá henni en brúin stendur heil, segir Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli. Hann segir að skarð hafi verið rofið í veginn til þess að taka þungann af brúnni. Auðveldara sé að laga vegi en brú. Kjartan segir vatnsrennslið ekki vera að aukast heldur sé komið jafnvægi á það.

Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að vegir séu lokaðir þannig að enginn fari austar en að Hvolsvelli. Hann segir ekki ljóst hversu miklar skemmdir hafi orðið í vatnsflauminum. Það eigi eftir að kanna það. Sveinn segir að verkefni lögreglunnar sé nú að halda lokunum og gæta þess að enginn maður fari inn á hættusvæðinu.

Vatnsflaumurinn fór yfir gömlu Markarbrúna eins og sést á myndinni sem fylgir þessari frétt.

Skoðaðu myndasafnið sem fylgir, með myndum frá Val Ragnarssyni, til að sjá eyðileggingar gossins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×