Grunur um herpessýkingar í hestum 16. júní 2010 06:00 hestapestin Rannsóknarstyrkur sem ríkisstjórnin samþykkti að veita Keldum og Matvælastofnun til frekari rannsókna á hestapestinni kemur að góðum notum, að sögn yfirdýralæknis.frettabladld/Gva „Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?