Innlent

Bláu ninjunar borguðu skemmdir á skilti - myndband

Úr myndbandi með ninjunum
Úr myndbandi með ninjunum
Bláu ninjunar hafa borgað skemmdir sem þær ollu á upplýsingaskilti fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem Vísir tilheyrir. Fyrir nokkru komu sjö bláar ninjur fyrir utan fyrirtækið og léku listir sínar. Þær brutu upplýsingaskiltið fyrir slysni að sögn vitna og sögðu ninjunar í yfirlýsingu, sem þær sendu eftir atvikið, að þær myndu borga skemmdirnar.



Skiltið sem ninjunar brutu.
Þær mættu upp í höfuðstöðvar 365 fyrir fáeinum dögum með seðla í umslagi. Í yfirlýsingu sem þær sendu frá sér í dag segir að uppgjörið hafi farið fram með gagnkvæmum skilningi og virðingu. „það mætti hugsa sér að ef til vill ætti fólk almennt að nálgast deilumál með svipuðu hugarfari."

Hægt er að sjá myndbandið, þegar að ninjunar komu með peninginn upp í höfuðstöðvar 365, hér.




Tengdar fréttir

Bláu ninjurnar harma skemmdirnar

Þjóðþrifahreyfingin, Bláu ninjurnar, harmar þær skemmdir sem urðu á upplýsingaskilti fyrirtækisins 365, sem Vísir tilheyrir, þegar þær voru að athafna sig fyrir utan fyrirtækið í dag. Í yfirlýsingu frá hreyfingunni segir að að Bláu ninjurnar séu friðsæl hreyfing „og dettur ekki í hug að vekja athygli á hugsjónum sínum með ofbeldi eða skemmdarverkum."

Bláar ninjur brutu upplýsingaskilti fjölmiðlafyrirtækis

Sjö bláar ninjur léku listir sínar fyrir utan höfuðstöðvar fjölmiðlafyrirtækisins 365 í Skaftahlíð, sem Vísir.is tilheyrir, en ekki vildi betur til en að ein ninjan braut upplýsingaskilti fyrirtækisins í leikfimi sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×