Innlent

M-listinn fékk mann

Ragný Þóra Guðjohnsen.
Líst vel á niðurstöður kosninganna í Garðabæ.
Ragný Þóra Guðjohnsen. Líst vel á niðurstöður kosninganna í Garðabæ.

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hélt meirihluta sínum og bætti við sig manni og er nú með fimm menn í bæjarstjórn. M-listi fólksins í bænum náði Ragnýju Þóru Guðjohnsen inn í bæjarstjórn en hún hefur verið varabæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í tvö kjörtímabil. Samfylkingin náði einum manni inn en Framsókn engum.

„Þetta er góður dagur,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Garðbæingar eru greinilega ánægðir. Listinn er skipaður öflugu fólki og bæjarstjórinn er vinsæll.“

Ragný Þóra Guðjohnsen er ánægð með að hafa komist inn. „Þetta var stutt og snörp barátta. Við erum orðin næststærsti flokkur Garðabæjar, geri aðrir betur eftir fjórar vikur.“

Samfylkingin er að bjóða fram í fyrsta sinn í Garðabæ en var í samstarfi við Framsóknarflokk í síðustu kosningum. „Stemningin er þannig að það hjálpar okkur ekki að Samfylkingin sé í ríkisstjórn. Við megum vel við una en auðvitað vill maður alltaf meira,“ segir Steinþór Einarsson oddviti Samfylkingarinnar.- mmf



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×