Íslenski boltinn

Auðun Helgason: Frábær leikur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Auðun Helgason.
Auðun Helgason. Mynd/Vilhelm

„Þetta var frábær leikur, við fáum tvö mörk snemma leiks og það er það sem við þurftum og vildum. Eftir það höfðum við hald á leiknum og þeir ógna lítið eftir það. " sagði Auðun Helgason fyrirliði Grindvíkinga kátur eftir sigur á fyrrverandi liðsfélögum sínum í Fram í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri Grindvíkinga.

„Við fórum illa með tækifæri til að klára leikinn og biðum heldur lengi með að skora það, það var þó sætt að ná því undir lokin. Við vissum að þeir þyrftu að sækja og með því myndi opnast vörnin þeirra og við nýttum okkur það. Við stóðum vörnina afar vel og þeir fengu ekki úr miklu að moða"

Þetta var í fyrsta sinn sem Grindvíkingar halda hreinu á þessu tímabili og þeir virðast hafa náð að rífa upp liðið eftir að Ólafur Örn Bjarnason tók við taumunum.

„Við erum mjög ánægðir með það, við fáum Óla inn sem kemur með sína reynslu og kemur frá Noregi þar sem boltinn er betri en hér. Það munar gríðarlega og á því leikur liðsins allur hrós skilið. Leikur liðsins hefur verið að batna hægt og rólega en höfum verið að fá of mörg mörk á okkur, núna er markmiðið að halda áfram þessari spilamennsku og ná upp stöðugleika. Við erum ennþá við botninn og við hugsum bara til næsta leiks núna" sagði Auðun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×