Sæstrengur kostar nærri 350 milljarða 21. maí 2010 02:30 morgunfundur Arion banka Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, flytur erindi sitt en við tóku svo þeir sem sitja í fremstu röð, (frá hægri) Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Alf Persson og Andreas Borsos frá ABB í Svíþjóð. Fréttablaðið/GVA Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira