Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap 21. maí 2010 03:00 við Böðmóðsstaði Sumarhúsaeigendur mótmæla með því að halda áfram að henda rusli hér þótt enginn sé gámurinn og bannað sé að skilja eftir úrgang á staðnum.Fréttablaðið/Garðar „Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira