Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR 21. maí 2010 06:00 Háskóli Íslands Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira