Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR 21. maí 2010 06:00 Háskóli Íslands Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira